Til hamingju Controlant međ UT-verđlaunin - frábćrt ađ vinna

Controlant er einstakt fyrirtćki á margan hátt. Margvíslegar viđurkenningar hafa falliđ fyrirtćkinu í skaut, ekki einungis frá ţví ţađ komst í sviđsljósiđ sem mikilvćgur hlekkur í ţeirri keđju sem gerđi heimsbyggđinni kleift ađ spyrna myndarlega viđ fótum ţegar kórónaveiran fór ađ herja og virti hvorki landamćri né annađ. Strax áriđ 2009 mátti sjá hvert stefndi, ţegar Controlant fékk frumkvöđlaverđlaunin Gulleggiđ (en er nú orđiđ bakhjarl verđlaunanna). Í dag bćttust merkileg verđlaun í safniđ, UT-verđlaunin sem veitt eru á UT-messu Ský á ári hverju. Sömu stofnendur fyrirtćkisins tóku viđ ţeim og forđum daga fyrir 14 árum. 

Heimasíđa Controlant gefur hógvćra mynd af ţví hverju fyrirtćkiđ hefur áorkađ, en er engu ađ síđur áhugaverđ. Controlant

Ögn meira var sagt fyrirtćkinu til hróss fyrir tveimur árum ţegar Útflutningsverđlaunin voru veitt: Controlant Útflutningverđlaun og í ótal blađagreinum sem birst hafa á undanförnum árum. 

Já, ţađ er frábćrt ađ vinna. Og ţađ get ég sagt í tvennum skilningi, annars vegar var auđvitađ Controlant ađ vinna og hins vegar er ég búin ađ vinna hjá Controlant í rétt rúmt ár. Hrein tilviljun réđi ţví ađ ég var viđstödd ţessa verđlaunaveitingu, sat úti í sal og fagnađi innilega, ţví ég hafđi ekki hugmynd um ađ nákvćmlega núna fengi fyrirtćkiđ sem ég vinn hjá nákvćmlega ţessi verđlaun. Ég var ekki einu sinni stödd á UT-messunni á vegum fyrirtćkisins, ţví ég hef sótt ţessa messu nánast óslitiđ frá upphafi, rétt fyrst á vegum hugbúnađarfyrirtćkja sem ég hef unniđ hjá, en frá árinu 2016 á vegum Ský, ţar sem ég fékk ţađ verkefni ađ skrifa 50 ára sögu hugbúnađargerđar á Íslandi, sem út kom 2018, á vegum ţeirra. Fyrir nćstum mánuđi nefndi ég viđ minn nćsta yfirmann hvort ţađ vćri í lagi ađ ég eyddi ţessum degi í ţá endurmenntun sem UT-messan ávallt er, og hún hélt nú ţađ. Svo kom babb í bátinn ţví annar ţeirra sem veitti verđlaununum móttöku í dag var búinn ađ skipuleggja heils dags vinnufund okkar í rannsókn og ţróun innan fyrirtćkisins. Ég treysti ţví ađ ţví yrđi frestađ, og ţađ reyndist rétt, svo ég komst, og hann auđvitađ ađ taka viđ ţessum verđlaunum. 

Ţegar ég fór á eftirlaun fyrir fimm árum var ţađ ekki síst til ađ hafa tíma til ađ fylgja eftir í gegnum útgáfu ţessari tölvusögu sem Ský réđ mig í ađ skrifa. Síđan tóku viđ fjölmörg verkefni, glćpasagnaskrif, vatnslitun og ekki síst góđar stundir međ mömmu, međan hennar naut viđ, en í dag eru ţrjú ár síđan hún lést, nírćđ ađ aldri. Ţetta var dýrmćtur tími. Alltaf gat ég ţess samt ađ ég gćti hugsađ mér ađ snúa aftur í hugbúnađarbransann og fyrir 13 mánuđum kom dóttir mín inn um dyrnar heima og sagđi: Mamma, ţađ er veriđ ađ auglýsa eftir ţér! Ţremur vikum síđar hóf ég störf hjá Controlant, átti ţá fjóra mánuđi í sjötugt. 

UT-messan er alltaf eins og stúdentaafmćli. Gaman ađ hitta gamla vinnufélaga og nýja, kennarana sem eiga heiđurinn af ţví ađ mér tókst ađ ljúka mastersnámi í tölvunarfrćđi (hitti einn ţeirra í dag og náđi ađ ţakka honum) en ţetta er í fyrsta sinn sem ég ákvađ ađ vera viđstödd verđlaunaafhendinguna! Ekki veit ég hvađ rak mig inn í salinn, en mikiđ var ég glöđ ađ hafa ákveđiđ ţetta. Fyrr um daginn hafđi ég hlustađ á einn félaga okkar hjá Controlant eiga stjörnuframkomu í einu af ótrúlega mörgum góđum erindum á messunni. Svolítiđ stolt í dag, og mig grunar ađ ég hafi veriđ eina af okkur vinnufélögunum sem var alveg grunlaus um hvađ í vćndum var, ţví ég var ţarna í mesta sakleysi á vegum Ský (og ţar á bć kann fólk ađ ţegja). ut verdlaun


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband