Yfirgangsstjórn í uppsiglingu - vonandi ekki? En SVO gaman að sjá Guðfríði Lilju í þingsal!

Vona að ég hafi eitthvað misskilið fréttirnar. Heyrði samt ekki betur en að nú ætti að nýta stóran meirihluta til að valtra yfir minnihlutann, það er að hætta að taka mál sem þurfa afbrigði fyrir í samkomulagi. Kannski var þetta bara flumbrugangur, Árni Páll var að vísu að reyna að sannfæra okkur um að ekki ætti að beita ofríki. En sannarlega er þetta óheppileg byrjun. 

Var að hlusta á Steingrím J. í sjónvarpinu og tek heilshugar undir með honum að hlutverkið sem VG er núna í er eitt hið mikilvægasta sem samtökunum hefur nokkru sinni verið fengið, að halda aftur af hægri öflunum og gráu öflunum sem virðast hafa orðið ofan á í Samfylkingunni. Ég skil ekki alveg hvað Árni Páll á við með loðnum ummælum um andstöðu við Norðlingaöldu í ,,núverandi mynd". 

Sé að Guðfríður Lilja er núna á sumarþinginu, Ögmundur hefur greinilega tekið inn varamann. Sjón sem gleður mig óneitanlega, en þau ættu auðvitað að vera þarna bæði, jafn ótrúlega jafnhæfa einstaklinga er erfitt að finna. Það varð hins vegar ekki niðurstaða kosninganna og heldur ekki þess lotterís sem röðun jöfunarsæta alltaf er.

Ingibjörg Sólrún talar eins og hún sé ekki í þeirri ríkisstjórn sem hún er, um jafnréttismál eins og hún sé ekki í samstarfi við flokk sem hefur bara pláss fyrir eina konu í ráðherraliði sínu, um umhverfismál eins og hún hafi ekki heyrt mótbárur Sjallanna um stóriðjustopp og um Íraksmálið eins og við séum ekki enn á lista hinna ,,staðföstu þjóða".

Mér líkar svo sannarlega vel við tóninn hjá henni í þessari ræðu og virklega ánægjulegt að heyra hann (og hún ræddi ekki um ESB, það gleður mig sérstaklega, eða datt ég út andartak?). En mér líkar ekki við þann félagsskap sem Ingibjörg Sólrún er í núna, hvorki í eigin flokki meðal harðlínu-stóriðjusinnaðra hægrikrata, né heldur bandamanna þeirra sem eru í hinum stóra hægriflokki Íslands. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa samantekt. Get ég ekki treyst því að þú verðir áfram á eldhúsdagsumræðuvaktinni í kvöld og bætir hér inn samantekt eftir því sem  við á? Ég nenni ekki að hlusta á þetta fólk - en finnst svona svolítið að ég verði eða neyðist til að vita hvað hver segir. Kíki inn aftur síðar í kvöld.

HG 31.5.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Búin að bæta við færslu af því ég var bergnumin út af því hve vel hún Katrín Jakobsdóttir talaði, ekki hissa, en ég vil ekki endursegja hennar ræðu, hún er einfalega sú besta í að koma sínum boðskap á framfæri. Þetta verður komið á althingi.is eftir 1-2 daga eða jafnvel fyrr.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.5.2007 kl. 21:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband