Gestir sem koma á bestu eđa verstu stundu

Merkilegt hvađ sumir gestir (vinir og vandamenn međtaldir) hafa lag á ađ koma ţegar síst skyldi, ţegar allt er á hvolfi hjá manni, einhver rosalega upptekinn og ţar fram eftir götunum.

En merkilegt nokk, ţađ er líka til fólk sem er alger andstćđa ţessa, kemur bara ţegar vel stendur á. Bróđir minn er einn ţessara manna sem betur fer stundum frekar óvćnt í heimsókn, en ţađ merkilega er, helst ekki nema mjög vel standi á. Held hann hafi aldrei komiđ ţegar viđ erum rétt ađ ţjóta út úr dyrunum, ţegar tíminn er ađ hlaupa frá manni í einhverju verkefni, og reyndar vill yfirelitt svo til ađ ég er rétt búin ađ gera einhverja (minni háttar) lagfćringu eđa tiltekt heima fyrir ţegar hann birtist. Um helgina vorum viđ loksins ađ ryđja ţađ sem eftir er af efri hćđinni og flota, og einmitt í gćrkvöldi ţegar viđ vorum ekki međ neitt planađ í framkvćmdum vegna praktískra mála, ţá dúkkađi Georg bróđir upp ásamt yngri dóttur sinni. Ekki nóg međ ţađ, ég var nýbúin ađ vinna mig í gegnum hrúgu sem hafđi safnast smátt og smátt fyrir á eldhúsborđinu og koma fyrir fallegum dúk og skálum á borđinu í stađinn. Merkilegt. Vissulega margt ógert hér á byggingasvćđinu, en ţetta bara klikkar ekki! 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, ţađ er svo notalegt ţegar fólk kemur á hárréttum tíma í heimsókn. Fólk sem hittir alltaf á mann á útleiđ eđa upptekiđ hlýtur ađ fyllast höfnunartilfinningu ... ţví bendi ég á ađ bođa komu sína. Verst er ţegar fólk kemur kannski klukkutíma of snemma (í afmćliđ mitt ... ég ofan í bađinu ... arggggg)! Ţađ er eiginlega verri óstundvísi en sú ađ koma of seint, alla vega í sumum tilfellum.

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hmmm, ég sagđi aldrei ađ Georg vćri stundvís, en hann er nćmur, rosalega nćmur á ađ hitta vel á! En annars er ég svo sannarlega sammála ţér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.5.2007 kl. 20:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband