Ef covid lokar sýningu þá er bara að opna hana á netinu

Á laugardaginn var fagnaði ég opnun sölusýningar minnar, Á LEIÐINNI, í Bókasafninu í Kópavogi í góðum sal og fínu umhverfi. Þar sýni ég vatnslitamyndir og brot af eilífðar myndverkinu Bleik hús, sem er ljósmyndaverk með 214 húsum (af hundruðum).

Í dag þurfti að loka safninu, og þar með sýningunni, vegna covid, alla vega til 19. október. Ráðagóðir félagar mínir hafa verið að bregðast við áhrifum covid á þeirra sýningar með því að skella þeim á netið og það gerði ég.

Verið velkomin að skoða vefútgáfu sýningarinnar, Á LEIÐINNI, og síðan mun ég láta vita þegar/ef hún hefur verið opnuð aftur. Á þessum skrýtnu tímum er best að fullyrða sem minnst, en að sjá sýningu heildstæða hefur alltaf ákveðinn sjarma.

120424164_10224165173455503_1706327420923289111_n (1)

 

Á meðan þetta:

http://www.annabjo.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband