Ekki búið fyrr en það er búið ...

Hunskaðist heim á fjórða degi úr langþráðu tveggja vikna ferðalagi, sem ég hafði í tvígang slegið á frest af gildum ástæðum. Síðan eru hundrað ár, enda var þetta 15. mars síðastliðinn. Nú stend ég mig að því að velta fyrir mér ýmsum ferðamöguleikum. Það er ekki af fórnfýsi, prívat og persónulega mun ég ekki megna að endurreisa ferðaiðnað heimsins. Hins vegar eru vísbendingar um að einhvern tíma muni fólk aftur fara að ferðast og ég hef hug á að taka þátt í því. Óvissan er þó svo mikil að engar áætlanir væru raunhæfar á þessu stigi. Óvissan snertir ferðatíðni, verðlagningu, sóttkví og önnur nauðsynleg úrræði gegn því að veiran nái sér aftur á strik. Leyfi mér að snara enskum frasa sem mig grunar að mörgum komi í hug um þessar mundir: Þetta er ekki búið fyrr en það er búið ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband