Af því enginn spyr
16.5.2018 | 17:55
Orðið ansi langt síðan ég hef verið oddviti pólitísks lista, þannig að enginn hefur lagt fyrir mig þessar ljómandi skemmtilegu spurningar, svo ég geri það bara sjálf:
Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?
Jökulsárlón á góðum degi án túrista.
Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)
Reykjavík.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Smjörsteiktur, ferskur aspas.
Hvaða mat ert þú best/ur að elda?
Flókinn eggjakökurétt sem byggðist upphaflega á smá misskilningi milli mín og matreiðslubókar Helgu Sigurðardóttur.
Uppáhalds guilty pleasure lag?
Öll Monkees lögin.
Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá?
Þegar ég var send á Hótel Sögu að dekka einhvern atburð, nýbyrjuð í blaðamennsku, lenti í vitlausu partíi án þess að átta mig á því strax. Endaði með því að dekka bæði rétta og ,,vitlausa viðburðinn, en sá vitlausi var alls ekkert fréttaefni.
Draumaferðalagið?
Hef einu sinni farið umhverfis jörðina, væri mjög vel til í að endurtaka það með allt öðrum viðkomustöðum að hluta og eitthvað af siglingum og lestarferðum inniföldum
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Útiloka ekkert.
Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?
Þegar ég var 18 ára í Bretlandi og orðin leið á asnalegum spurningum um eskimóa og snjóhús. Endaði með því að segjast búa á áttundu hæði í snjóhúsablokk, með lyftu upp og rennibraut niður og bullið var reyndar lengra, en þetta dugar.
Hundar eða kettir?
Kettir.
Uppáhalds guilty pleasure bíómynd?
27 dresses (hér þurfti ég að gúggla hvort þeir væru 49 eða 29).
Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd?
Meryl Streep, hún getur leikið alla.
Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?
Bolholtsættin, það á eftir að skrifa hana inn í seríuna.
Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?
Já, snemma árs 1972 þegar ég stóð fyrir utan Dómkirkjuna að spjalla ásamt þáverandi kærasta og nokkrum öðrum Fylkingarfélögum. Við sáum ekki framhlið Alþingishússins, en heyrðum allt í einu brothljóð. Herranætur-hópur þaut í ofboði í burtu með Árna Johnsen og gítarinn hans í fararbroddi (ekki í MR þá). Frétti síðar hver braut rúðuna, Árni er saklaus. Hálftíma seinna (!) kom löggan, tróð okkur aftur í löggu-fólksbíl og keyrði með okkur á lögreglustöðina á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þar var okkur haldið í tæpan klukkutíma í leiðinlegum félagsskap á hörðum bekkjum, enginn talaði við okkur og okkur var síðan sleppt.
Uppáhalds tónlistarmaður?
Leonard Cohen.
Uppáhalds bókin?
Blótgælur, fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur.
Uppáhalds föstudagsdrykkur?
Hér var ekkert svar, sem getur alveg staðist, en ætli ég segi ekki Sítrónu-smoothie frá Joe and the Juice. Hann rennur. Að vísu dottinn af matseðlinum, en hef samt fengið hann sérlagaðan.
Uppáhalds þynnkumatur?
Vatn, áður en ég fer að sofa, sofna ekki fyrr en ég finn að það er farið að virka.
Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?
Hvort tveggja.
Hefur þú pissað í sundlaug?
Nei.
Hvaða lag kemur þér í gírinn?
Itchycoo park
Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?
Veðrið í dag.
Á að banna flugelda?
Nei.
Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?
Gylfi Sigurðsson, af því mig langar það.