Kirkjan á horninu
17.7.2017 | 19:56
Kirkjan á horninu vakti ţegar í stađ áhuga minn. Viđ vorum stödd í Richmond Hill, útborg Toronto, um vikutíma um daginn og beygđum til hćgri af Yonge strćti einmitt viđ ţessa kirkju, önnur kennileiti, svo sem Starbucks, voru einhvern veginn ekki eins mikilfengleg. En ţađ vafđist fyrir mér hvađa kirkja ţetta vćri eiginlega, giskađi á rússnesku rétttrúnađarkirkjuna, en samt ekki af neinni gífurlegri sannfćringu, og leitađi svo á náđir Google frćnda, einu sinni sem oftar, og fann út ađ ţetta var koptísk kirkja Maríu og Jósefs. Ţađ fannst mér reyndar nokkuđ spennandi. Í Richmond Hill er urmull af guđshúsum ţeirra sem trúa á alls konar guđi, sumar háreistar og afskekktar, ađrar í iđandi mannlífi ađalgötunnar, eins og ţessi Koptakirkja. Vissulega vissi ég dálítiđ um koptísku áđur en ég kynntist ţessari kirkju á horninu, annađ var ekki hćgt ţar sem ég er gamall nemandi Ólafs Hanssonar. Og svo ţegar ţeir sćttu seinustu ofsókunum sínum eftir seinustu róstur í Egyptalandi, ţá hrökk eitthvert ryk af ţeirri ţekkingu. En svo ţegar viđ vinkonurnar, báđar gamlir nemendur Ólafs, vorum ađ spjalla saman í síma áđan, ţá fórum viđ ađ rćđa kristna trúarhópa í Miđausturlöndum og núna veit ég meira ađ segja meira en ţađ sem Ólafur kenndi okkur um allmarga ţeirra, og hvernig ţeir standa nú í kjölfar átaka síđustu ára, ekki síst í Sýrlandi. Allt í einu er auđveldara ađ ađgreina Marónítana í Líbanon, vita meira um bakgrunn Kaldea og ýmislegt fleira, og ţó er ég bara rétt ađ byrja ađ grufla í ţessu öll saman. Og allt er ţađ kirkjunni á horninu ađ ţakka.