Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 575863
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Opnun eða ekki opnun á umræðu um ESB aðild?
23.5.2007 | 13:34
Geir las Evrópusambandskafla málefnasamnings nýju ríkisstjórnarinnar og ég gat ekki heyrt að verið væri að opna á umræðu um ESB aðild. Athugasemdir Ingibjargar Sólrúnar gáfu heldur ekki tilefni til að telja að svo sé. Hins vegar var annað gefið í skyn í gærkvöldi, annað hvort eru fréttir misvísandi eða eitthvað sem ekki sést í málefnasamningnum verið rætt. Við fylgjumst spennt með. Annars verður heilmikil stúdía að leggjast yfir þetta skjal, en það gerir maður ekki fyrr en í kvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Ég þarf að ná mér í fullkomið andlegt jafnvægi áður en ég sest niður og les. Hm..
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 21:02
Okkar handónýta króna rekur okkur fyrr en seinna inn í ESB.Við getum lent í opnu falli með krónuna vegna aðgerða fyrir útflutningsvörur okkar.Fyrir þá sem hafa tekið húsnæðismálalán í erlendum myntum getur róðurinn orðið þungur.
Kristján Pétursson, 23.5.2007 kl. 21:37
Nú er ég búin að heyra ýmsa spekinga tjá sig um þessa stjórn í dag, þannig að ég ætla að taka mér tíma til að móta mína eigin skoðun þegar áreitið minnkar. Nákvæmlega sama og þú ert að segja, Jenný Anna, heyrist mér. En ég er hálf raunamædd, og mér finnst sagan vera að endurtaka sig og svíður það svolítið, með því að endurtaka nógu oft að Kvennalistinn hafi ekki þorað í stjórn var hægt að kenna heilum kynslóðum að þetta væri staðreynd, og nú á að taka sams konar tuggu á Steingrím J, að hann hafi eyðilagt stjórnarsamstarf sem augljóslega stóð ekki til að setja á laggirnar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2007 kl. 21:40
Oft er ég sammála þér, Kristján, en alls ekki núna, krónan er skömmuð þegar hún er há, skömmuð þegar hún er lág, en á bak við þetta er auðvitað efnahagsstjórn sem ekki hverfur. Það sem gerist er bara að það bætist við ein breytan til sem gerir okkur erfitt fyrir, það er að gera stjórnendum evrulands til geðs, með því að hækka og lækka vexti, aðlaga okkur að ýmsu sem ekki er í neinum takt við okkar veruleika, ég óttast afleiðingar þess. Engin tilviljun að þjóðir evrulands hafa upplifað mismunandi hremmingar, sumar hækkað verðlag, aðrar efnahagserfiðleika, enn aðrar atvinnuleysi, og jafnvel gallharðir evrópusambandssinnar hafa kennt evrunni um sumt af þessu, ég hef aldrei, aldrei heyrt þann boðskap frá neinu evrulandanna að velsæld hafi aukist vegna upptöku evrunnar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2007 kl. 21:44