Fréttaþrunginn dagur: Samningur til varnar fylgis Framsóknar? Impregilo og heilbrigðið, Jóhannesi Geir sparkað, Prestum stillt upp við vegg og Austurstræti Lundúna brennur

Þetta er meiri fréttadagurinn. Sumt byrjaði reyndar í fyrr, svo sem hið grímulausa Impregilo mál, annað er rétt að skella á, það er stórbruni í London. En eitt af öðru: 

1. Ég skil ekki alveg hvað er að gerast milli stjórnarflokkanna í hermálunum, svo virðist sem Framsókn vilji endilega ná sér í skrautfjöður í hattinn (lítil prýði í henni að mínu mati) en Geir hafi nappað af henni hattinum. Blaðamenn í Noregi og á Íslandi spyrja um krónur og aura og hernarðarandstæðingar beggja landa (ég er i þeim hópi) telur að hér sé verið að stíga óþarfa hernaðarbröltsskref. Greinilega fátt um slíka innan Samfylkingarinnar.

2. Sorglega sápulausa óperan Kárahnjúkar heldur áfram. Núna er Impregilo komið með sjúkraskýrsluígildi (heimild: landlæknir) í hendurnar þvert ofan í lög og reglur. Og er það virkilega svo að enginn geti sagt neitt? Nógu skítt er það að bera vitandi ábyrgð á tjóni á heilsu starfsmanna sinna, hart að sjá að nú eigi að gera sem flesta þeirra tortryggilega og veikindi þeirra, því í þá átt virðist deilan vera að þróast.

3. Jóhannes Geir! Jamm, taugatirtringurinn inna Framsóknar tekur á sig ólíklegustu myndir. Sem betur fer skil ég ekki Framsókn. Heyri nú í fréttum að þetta tengist mögulega einkavæðingu Landsvirkjunar. Með þá bjargföstu trú að lengi geti vont versnað þá finnst mér að ef einkavæða ætti Landsvirkjun yrði hún jafnvel enn háskalegri náttúru landsins, og nógu slæm er hún þó fyrir.

4.  Á ég að trúa því að það hafi breytt niðurstöðu prestanna um vígslu samkynhneigða að ekki fékkst leynileg atkvæðagreiðsla um málið? Skil það þannig að fleiri hefðu þorað að leggjast gegn vígslunni undir nafnleynd. Mér finnst þetta sorgleg, ef satt er.

5. Austurstræti þeirra í London er að brenna, sumum Íslendingum er Oxford street jafn kunnuglegt og Austurstrætið. Þarna á milli Regent street og Tottenham Court Road eru m.a. góðar tónlistarverslanir, en þessi bruni er líklega hinu megin við götuna. Háreistari hús en við Lækjartorgið en þetta hús gæti alveg verið gamalt líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Bara  að kvitta fyrir mig Anna mín.

Var á netráfi mér til skemmtunar.  Mikill gleðigjafi er myndin frá þér á veggnum mínum.  Ég trúi því að einstaka myndir hafi galdrakraft.  Myndin frá þér  er ein af þessum sjalfgæfu myndum.  Hún gefur mér alltaf dúndurkraft........ og ég reyni að fanga hann og nýta eftir bestu getu........

Bestu kv.

Guðrún

Álfhóll, 26.4.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Óskaplega gott að vita af því að þessi mynd lenti á réttum stað og ef hún gefur aukinn kraft þá er það enn betra.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.4.2007 kl. 20:57

3 identicon

Eins og ég hef áður sagt, þá er best að líta hér inn til að vita hvað er í fréttum.  Hefði það breytt e-u hjá guðsmönnunum ef atkvæðagreiðslan hefði verið leynileg eða ekki verið leynileg? Bara veit það ekki! En alltaf verður mér ljósara að of margir velja að ýta öðrum til hliðar og líta niður til þeirra í stað þess að gera sjálfir e-ð sem verðskuldar að aðrir beri virðingu fyrir þeim. Margt litilmennið trjónir á toppinum vegna þess að öðrum er haldið niðri, en ekki vegna þess að þeir verðskulda að standa á toppnum. Samkynhneigt fólk er hvorki verra né betra eftir þessa atkvæðagreiðslu. En hluti presta minnkaði í mínum huga. Hvað segir hún vinkona okkar, Guð við þessu? Hefur e-r spurt hana? HG

HG 26.4.2007 kl. 22:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband