Þráðlaust líf

Fyndið að horfa á fjölskylduna í kvöld, eiginmaðurinn er að fylgjast með bæjarstjórnarfundi (á Álftanesi) í sinni tölvu milli þess sem gemsinn grípur athyglina, ég er að lesa fréttirnar og blogga í bland auk þess að kíkja á Shark og spjalla við dótturina í Ungverjalandi gegnum MSN. Sonurinn er að forrita og/eða vinna í verkefni, reyndar hvort tveggja í bland, en feðgarnir ná að gefa Shark auga í leiðinni. Umgerðin eru örlítið lúnir sófar og stólar og gömlu lapparnir okkar en í þessum þráðlausa heimi þarf engar ofurtölvur. Þráðlausa netið þekkir engin landamæri og já, við tölum líka saman!  W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg lesning nafna. Takk fyrir að deila  Minnti mig óneitanlega á lífið sem lýst er í mörgum af þeim skemmtilegu reynslusögum sem settar voru á netið í tengslum við ráðstefnuna um konur og upplýsingasamfélagið. Þar áttum við báðar sögur sem við getum örugglega skrifað marga viðbótarkafla í miðað við þróun tækninnar á þeim sjö árum sem liðin eru siðan ráðstefnan var haldin.  

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.3.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það var skemmtileg samantekt, ekki spurning, svo margs konar bakgrunnur en líka svo samt líkt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er frábær lýsing! Ég vann, kíkti á Shark með öðru ... og það er að renna í baðið ... næstum þráðlaust. Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Væri ekki meiriháttar að geta haft fjarstýringu á baðflauminn.  Þá gæti kona setið og bloggað og slökkt svo á krönum þegar baðið væri fullt.  Hún myndi vita hvenær fullt vegna blikkandi rauðs ljóss á fjarstýringu.

Skemmtileg og myndræn lýsing Anna verulega huggulegur stemmari þarna hjá ykkur.

Þarna sannast hið fornkveðna; að konur og menn geta hugsað, tuggið og talað "all at the same time"

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að hafa ykkur allar hérna í stofunni að spjalla á vetrarkvöldi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hljómar huggulegt og hver í sínu en samt saman.

kær kvedja frá Lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 11:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband