Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þráðlaust líf
20.3.2007 | 21:39
Fyndið að horfa á fjölskylduna í kvöld, eiginmaðurinn er að fylgjast með bæjarstjórnarfundi (á Álftanesi) í sinni tölvu milli þess sem gemsinn grípur athyglina, ég er að lesa fréttirnar og blogga í bland auk þess að kíkja á Shark og spjalla við dótturina í Ungverjalandi gegnum MSN. Sonurinn er að forrita og/eða vinna í verkefni, reyndar hvort tveggja í bland, en feðgarnir ná að gefa Shark auga í leiðinni. Umgerðin eru örlítið lúnir sófar og stólar og gömlu lapparnir okkar en í þessum þráðlausa heimi þarf engar ofurtölvur. Þráðlausa netið þekkir engin landamæri og já, við tölum líka saman!
Flokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Skemmtileg lesning nafna. Takk fyrir að deila Minnti mig óneitanlega á lífið sem lýst er í mörgum af þeim skemmtilegu reynslusögum sem settar voru á netið í tengslum við ráðstefnuna um konur og upplýsingasamfélagið. Þar áttum við báðar sögur sem við getum örugglega skrifað marga viðbótarkafla í miðað við þróun tækninnar á þeim sjö árum sem liðin eru siðan ráðstefnan var haldin.
Anna Ólafsdóttir (anno) 20.3.2007 kl. 22:11
Já, það var skemmtileg samantekt, ekki spurning, svo margs konar bakgrunnur en líka svo samt líkt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2007 kl. 22:15
Þetta er frábær lýsing! Ég vann, kíkti á Shark með öðru ... og það er að renna í baðið ... næstum þráðlaust. Heheheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 22:36
Væri ekki meiriháttar að geta haft fjarstýringu á baðflauminn. Þá gæti kona setið og bloggað og slökkt svo á krönum þegar baðið væri fullt. Hún myndi vita hvenær fullt vegna blikkandi rauðs ljóss á fjarstýringu.
Skemmtileg og myndræn lýsing Anna verulega huggulegur stemmari þarna hjá ykkur.
Þarna sannast hið fornkveðna; að konur og menn geta hugsað, tuggið og talað "all at the same time"
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 23:06
Gaman að hafa ykkur allar hérna í stofunni að spjalla á vetrarkvöldi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2007 kl. 23:12
hljómar huggulegt og hver í sínu en samt saman.
kær kvedja frá Lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 11:57