Bangsi gefur blóđ og rauđir hundar

Krakkar herma ýmislegt eftir foreldrum sínum, einkum ţegar ţeir (krakkarnir) eru litlir. Ţađ eru hins vegar ekki allir krakkar sem eiga mćđur sem vinna í Blóđbankanum. Ţegar ég var lítil vann mamma einmitt í Blóđbankanum og ađ sjálfsögđu tóku leikirnir á heimilinu miđ af ţví. Nýlega fékk ég í hendur mynd sem rifjađi upp ţessa bernskuleiki mína, ţví auđvitađ ţurfti ég ađ láta bangsann minn gefa blóđ, myndin hefur veriđ tilklippt og eitthvađ smálegt meira veriđ gert viđ hana, en hún stendur alltaf fyrir sínu.

anna_bangsi2.png

 Á neđri hćđinni á Uppsölum, Ađalstrćti 18, ţar sem ég bjó ţegar ég var lítil (í risíbúđinni međ turninum fallega sem nú hefur blessunarlega veriđ stćldur í nýrri hótel- og veitingabyggingu), voru lćknastofur. Og einhvern tíma ţegar ég veiktist var fariđ međ mig til nafnkunns lćknis á neđri hćđinni. Ég gleymi ţví aldrei ţegar ţessi fullorđni karlmađur, lćknirinn, leit á mig og tilkynnti mér ađ ég vćri međ ,,rauđa hunda". Ég man ađ ég leit upp eftir honum og líklega međ mikilli fyrirlitningu, ţví mér fannst ţađ međ ólíkindum hvađ svona virđulegur mađur héldi eiginlega ađ börn vćru heimsk. Ég var veik, en ekki međ neina hunda, hvorki međ mér né heima. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband