Alltaf hćgt ađ vona - en líklega lafir stjórnin út kjörtímabiliđ
5.3.2007 | 19:34
Fréttaflutningur af árekstrum í stjórnarsamstarfinu er til ţess fallinn ađ auka bjartsýni á ađ stutt sé til kosninga. Fréttaflutningur, ítreka ég, ekki endilega sá veruleiki sem ţar liggur ađ baki. Framsókn mun eflaust hanga í stjórn eins og hundur á rođi eins lengi og hćgt er. Og varla verđur séđ ađ ţađ ţjóni hagsmunum Sjálfstćđismanna ađ flýta kosningum heldur. Samfylkingin rćđur kannski engu, en varla dreymir hana um um ađ kosningar bresti á. Ţannig ađ ţađ er ábyggilega taliđ ,,pólitískt klókt" ađ hóta stjórnarslitum, skilgreina sig frá stóra flokknum, og vona svo ţađ besta undir stjórn kosningaímyndarkónganna. Framsókn hefur yfirleitt veriđ frekar heppin međ auglýsinga- og ímyndarstofur, til dćmis ţegar Heiđar snyrtir klćddi Pál Pétursson upp í málmblá föt og Finn í sumarmosagrćn jakkaföt. (Sumarmosinn er grágrćnn en vetrarmosinn er skćrgrćnn, ég hef aldrei séđ mosagrćnan mosa ). Reyndar fatađist ţeim ađeins ţegar stóru andlitsmyndirnar af Halldóri og Finni voru út um alla borg, ćtla ekki ađ rifja upp brandarann sem ţá var sagđur, en hver man ekki eftir ,,Klettinum í hafinu", og skiptir ţá engu ţótt einhverjir hafi kallađ hann Kolbeinsey. Kletturinn í hafinu virkađi á marga, ekki satt?
Núna hljómar eins og ímyndarsmiđirnir hafi, rétt einu sinni, sagt: Sýniđ ákveđni! Enda varla viđ öđru ađ búast, ekki fara ţeir ađ segja: Sýniđ linkind! En hvađ svo sem veldur, ţá er kominn ansi mikill kosningaskjálfti í stjórnmála- og fréttamenn og á hverjum morgni, áđur en ég vakna almennilega, ţá trúi ég ţví andartak ađ ţađ verđi kosiđ eftir 3-4 vikur. En svo vakna ég betur og veit ađ ég ţarf ađ ţrauka í nćstum tíu vikur í viđbót. En ekki lengur, ekki lengur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook