Smá viðbót við mini-golf-tapara kveðskap
28.2.2007 | 01:02
Aftur reikar hugurinn til Kanarí þar sem kveðskapurinn var seinast farinn að fjalla um listina að tapa í mini-golfi. Heiðursfólkið Gunnar og Inga af Álftanesi og Ási sonur Gunnars voru orðin æði slyng í mini-golfi þegar í hópinn bættust viku síðar þau Hafsteinn og Inga og Anna og Ari. Því var á brattann að sækja að fella það vígi. Af því tilefni orti Hafsteinn vísu sem má sjá í næstseinasta bloggi hér á undan. En varla hafði ég sett það á blað þegar upp rifjaðist að bæði Ari og Hafsteinn höfðu raunar sigrað þá feðgana sem skæðastir voru og þar sem einn sigur er skárri en ekki neinn þá verð ég að fá að bæta þessum vísum í sarpinn og lýkur þá (væntanlega) umræðu um mini-golf á Kanarí.
Heyrðu góði Hafsteinn minn
haf þú þökk og Inga
Fyrir frækinn kveðskapinn
og fyrir það að snúa á feðga slynga.
Ef ég man það ekki rétt
að sigur hafir unnið
Í baráttu sem barst um stétt
og brekkur - þá ég það í draum' hef spunnið.
Við öll vitum um það snýst
að vera í sigur þyrstust
Og af ákefð stundum hlýst
á endanum að síðust verða ,,fyrstust"