Allt er vænt sem vel er vinstri grænt

Eftir mjög stopular flettingar í mbl.is og einstaka fréttir að heiman síðastliðnar tvær vikur er ég að byrja að ráðast á blaðabunkann og fletta í vefsíðunum. Vinstri græna hjartað gleðst yfir mörgu þar, góðu gengi í könnunum, góðum málefnum, dirfsku til að ræða óhefðbundin, ný og oft viðkvæm mál og koma þeim í umræðuna og því góða fólki sem leggur málstað okkar lið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

En hvað fannst þér um taktík Samfylkingarinnar um að ná athygli fjölmiðla um helgina sem þingið var hjá VG.  Svo skilst mér að ætlunin sem að hafa flokksþing Samfylkingarinnar á sama tíma og það er hjá Sjálfstæðisflokknum...

Hrein og klár örvænting.

Við gleðjumst líka... yfir að hafa tvöfaldað fylgi okkar í könnun FBL á bara einni eða voru það tvær vikur  Ætli við verðum í 18 prósentum eftir tvær í viðbót...

Eygló Þóra Harðardóttir, 28.2.2007 kl. 02:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst VG hafa unnið vel á eigin forsendum og hvað aðrir flokkar reyna til að ná athylgi fjölmiðla hefur hingað til ekki breytt því. Varðandi fylgi ykkar í Framsókn þá hefur venjulega komið meira upp úr kössunum en kannanir benda til (í vor varð þá aðeins breyting á) og ég á ekki von á því að það breytist, en hversu mikið það verður ætla ég ekki að spá um.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2007 kl. 11:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband