Veðurdagar (veðurlagsins blíða)

Þar sem ég er með ósköpum gerð að muna alls konar mismikilvægar tímasetningar, þá man ég alls konar veður á ýmsum tímum. Man vel ég þegar komið var niður undir frostmark þegar ég skaust milli skemmtistaðanna í miðbænum í Reykjavík með stúdentshúfuna á hnakkanum að kvöldi dags 16. júní 1972. Og hitabylgjuna sem kom á móti mér þegar ég kom út úr flugvélinni á Egilsstöðum í ágústlok 1976. Sömuleiðis Jónsmessuhretið árið 1992 þegar ég hafði ætlað að fara Dragann til sækja hestamenn en endaði með því að þakka fyrir að komast hina leiðina í Borgarfjörðinn. Og ekki má gleyma septemberblíðunni 1993. Þá var ég búin að spila tennis úti við allt sumarið í sól en ekkert of miklum hita en komin til Ástralíu þegar þessi óvænta haustblíða skall á. Þannig að enn lít ég á þetta sumar sem óskrifað blað og segi eins og Bítlanir forðum: I'll follow the sun ... Það gerðum við reyndar eitt árið (1995) um verslunarmannahelgina og svona tókst sólinni að draga okkur á asnaeyrunum: Fimmtudagur: Borgarfjörður; föstudagur: Ljósavatnsskarð; laugardagur: Eiðar; sunnudagur: Skógar ... og svo var bara farið heim!

En svona er vor allt árið í minni heimabyggð, þessi mynd er tekin um miðjan vetur fyrir 2-3 árum.

14112010258.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband