Smá misskilningur

Seint í apríl hélt stúdentsárgangurinn 1972 frá Menntaskólanum í Reykjavík upp á 40 ára stúdentsafmćliđ sitt í Súlnasal Hótels Sögu. Ţetta er stćrsti árgangur sem útskrifast hefur úr framhaldsskóla á Íslandi fram til ţessa, rétt liđlega 300 manns. Enn er fólk ađ rekast á skólafélaga sína á útskriftarafmćlum og spyrja: ,,Varst ţú međ mér í skóla?“ – Eđa eins og einn virtur sveitarstjórnarmađur sagđi (međ ţunga) viđ morgunverđarborđiđ í Valhöll eftir 30 ára stúdentsafmćliđ: ,,Ţessi mađur var aldrei međ mér í skóla!“ Ójú, ég er búin ađ fletta ţví upp, hann var víst međ okkur í skóla.

Ţađ er alltaf ótrúlega skemmtilegt ađ hitta skólafélagana á fimm ára fresti, eins og fólk eins og ég gerir, ţar sem ég er hvorki í saumaklúbb eđa úr B-bekknum, en ţađ fólk hittist oftar. Auđvitađ fá alltaf einhverjir smá sjokk yfir öllu gamla fólkinu sem var međ okkur í skóla, en ađ sama skapi er hćgt ađ undrast og gleđjast yfir ţeim sem hafa ,,bara ekkert breyst“. En ţetta er međ skemmtilegustu skemmtunum, enda frábćrt fólk á skemmtilegum tímum í skólanum.

Held ţó ađ ég hafi í fyrsta sinn núna á 40 ára stúdentsafmćlinu áttađ mig á ţví hvernig ađrir upplifa okkur og allt er ţađ bara fyrst og fremst fyndiđ, en alveg stórskrýtiđ í leiđinni. Diskótekarinn, eflaust hin ljúfasta sál og vel meinandi, var illa haldinn af einhverjum misskilningi sem ekki réđst bót á allt kvöldiđ. Hann orđađi ţađ best sjálfur ţegar hann sagđi: ,,Alltaf ţegar ég spila Stones ţá fyllist gólfiđ ... „ og svo hélt hann áfram ađ spila einhverja mjög undarlega tónlist sem ýmist var frá vögguárum okkar, lögin sem viđ ţoldum ekki ţegar bítla- (og ađallega Stones) ćđiđ skall á og voru ábyggilega fimm til tíu árum of gömul fyrir okkur og ţađ versta var ađ hann ákvađ ađ dćla yfir okkur Lónlí Blús Boys tónlist, sem fćst okkar fíla og mörg okkar hreinlega hata. Verst var ţó ţegar Hljómalagiđ sem út kom 2003: ,,Mývatnssveitin er ćđi“, brast á í tíma og ótíma. Mín niđurstađa er ađ diskótekarinn hafi hugsađ: Ef lagiđ hljómar gamalt eđa hallćrislegt, ţá hljóta ţau ađ fíla ţađ! Nú efast ég ekki um ađ einhver skólasystkina minna hafa til ađ bera meira umburđarlyndi í tónlistarmálum en ég, ég hef meira ađ segja mildast á seinna árum og er hćtt ađ nota línuna: ,,Uppáhaldssöngvari minn er Andy Williams!“ ef ég vil koma af stađ hörđum orđaskiptum í partíum, enda er ég viss um ađ ţađ myndi ekki lengur duga, svo ţolinmóđ eru sum okkar orđin. Til ađ eyđa öllum misskilningi, ţá ţoli ég ţennan Andy ekkert sérlega vel.

En sem sagt, ef svona verđur einhvern tíma endurtekiđ, til dćmis ţegar viđ verđum 50 ára stúdentar áriđ 2022 og flest á aldrinum 69-74 ára, ţá er öruggasti flytjendalistinn: Stones, Kinks, Stones, Bítlarnir, Stones, Creedence Clearwater, Stones, Led Zeppelin, Stones, Deep Purple, Stones, Náttúra, Stones, Kinks, Stones, Stones ...

Diskótekarinn getur notađ Find/Replace og hent lagalistanum (ţekki ekki alla flytjendurna) sem var svona sirka svona: Are you lonesome tonight, Viđ erum tvćr úr Tungunum, Mývatnssveitin er ćđi, Föđurbćn sjómannsins, In the Ghetto, Why do fools fall in love, Lilla Jóns, Mývatnssveitin er ćđi, Ég vild‘ ég vćri hćnu-hana-grey, Mývatnssveitin er ćđi  ...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband