Jökulsárlón

Einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi er Jökulsárlón. Það er einhver galdur við það og dramatísk örlagasaga liggur í loftinu, mun það verða áfram til eða ekki, á að reyna að viðhalda því? Í fyrra ætlaði ég að sýna systurdóttur minni, Anne, og fjölskyldu hennar lónið, en þá kom eldgos og ég þurfti að útskýra fyrir þessari hálfamerísku fjölskyldu að í fyrsta lagi væri ófært vegna öskublindu þangað austur (og ég nennti ekki að keyra norðurleiðina) og svo væri ísinn drulluskítugur. En eflaust hefur hann verið fallegur í þeim búningi eins og öðrum. Þess í stað sáu þau gosmökkinn og ætluðu varða að trúa sínum eigin augum þegar hann var að nálgast Reykjavík en við að koma ofan úr Borgarfirði.

Í sumar komst ég að lóninu, enn eina ferðina, og nú bar svo við að þrátt fyrir 15-20 stiga hita allt um kring voru aðeins 5 gráður við lónið, en blankalogn og alls ekki kalt. Á leiðinni yfir brúna sáum við ferðafélagarnir að rauk upp úr jörðinni, þannig að væntanlega hefur verið mun hlýrra fyrr um daginn og var þó varla komið nema rétt yfir hádegið. Ég hef séð lónið í logni og blíðu, sól og skýjuðu, siglt um það í þoku, sem var magnað, og í ágætu veðri. Aðrir fjölskyldumeðlimir þekkja lónið enn betur án þess að ég fari nánar út í þá sálma. Þótt krökkt sé af túristum við lónið seinni árin, þá þarf ekki að ganga langt til að vera ótrúlega einn í þessu undarlega umhverfi. Við erum ljónheppin, Íslendingar, að eiga þessa merkilegu náttúruperlu. 

Viðbót kl. 23:24: Fann ágæta frétt af öskusvörtum jökum til samanburðar:

2012-07-16_12_05_44.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband