Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Sundurlyndi, samviska eða sópað undir teppið
9.1.2012 | 18:08
Við vinstra fólk erum vön því að fá skammir fyrir sundurlyndi. Oft er þetta svokallaða sundurlyndi ekkert annað en það að fólk er reiðubúið að hlýða samvisku sinni frekar en sýna af sér hjarðhegðun. Á hægri vængnum er þessi samlynda breiðfylking ofurhamingjusöm, meðan við deilum innbyrðis. Þetta er klissjan. Mér finnst þetta alltaf lykta af því að við eigum að vera eins og góðborgarafjölskyldan, sem sópar öllum vandræðum undir teppið og kemur brosandi eins og amerísk draumafjölskylda fram opinberlega. Glansmyndin er síðan stundum afhjúpuð í æviminningum vansælla barna sem hafa eytt formúum í sálfræðinga eftir allt yfirklórið. Geng kannski ekki svo langt að benda á kvikmyndina Festen eftir Thomas Winterberg og samnefnt sviðsverk, en svona næstum því ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson