Greinilega viðkvæmt mál

Blogginu mínu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá einum lesanda varðandi seinustu tvö bloggin mín - það er þann hluta sem varðar vangaveltur mínar um þau fáu atkvæði sem Halla fékk í formannssæti KSÍ og linkinn sem ég setti á blogg Hrafns Jökulssonar. Mér finnst ástæða til að birta hana og það verður bara hver að dæma fyrir sig:

,,Já, já, svo þið viljið bara meina að það átti að kjósa Höllu, ekki vegna ágætis hennar, heldur vegna kyns!

Þið verið að fyrirgefa, en fulltrúar aðildarfélaga KSÍ kusu Geir ekki vegna þess að hann pissar standandi, heldur vegna þess að þeir treysta honum og hann hefur verið starfandi lengi innan KSÍ og því þekkja þeir hann og hans verk.

Halla er nánast óskrifað blað, en það eitt virðist vera næg ástæða til að þið heimtið hana í formannssætið.

Ekki vegna ágætis síns, heldur vegna þess að hún pissar sitjandi. Það er asskotans enginn munur á ykkur og nafnlausu óþverrunum á heimasíðunum sem Hrafn vitnaði í.

Fyrirgefið orðbragið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mér finnst þetta ekki svaravert. Er nokkur verulegur munur á þessum manni og „nafnlausu óþverrunum“ sem hann talar um?

Hlynur Þór Magnússon, 12.2.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Hlynur.... aftur er ég sammála þér! Meira að segja innilega sammála þér! Ertu nokkuð Framsóknarmaður? Nei ég bara spyr...

Sveinn Hjörtur , 12.2.2007 kl. 23:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband