Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 575855
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Skýringin fengin
12.2.2007 | 02:15
Var að þvælast um á hinum bloggunum þegar ég rakst á samantekt á umræðunni um formann KSÍ, eins og hún var áður en Halla var ,,ekki kjörin". Uppruni þessarar samantektar er á síðu Hrafns Jökulssonar og hér er linkur þangað. Þetta er ótrúleg lesning, einkum í ljósi úrslitanna. Takk þið sem leidduð mig á þessa síðu og takk Hrafn. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er rétt að taka það fram að þessi síða birtir fordómafullt spjall sem Hrafn tíndi til og birti höfundum til háðungar. Tekið fram að gefnu tilefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Heldur þykir mér Hrafn minn hafa minnkað við þetta, en það bara mín skoðun.
Guðmundur G. Hreiðarsson 12.2.2007 kl. 07:45
Held að Guðmundur misskilji þetta. Hrafn birti bara skítkast sem ýmsir gaurar hafa skrifað um Höllu. Hrafn finnur oft svo einstaklega áhugaverða hluti og birtir á síðunni sinni! Ég hef oftar en ekki þakkað honum kærlega fyrir skrifin! Hann er æði!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 09:08
Nokkuð ljóst að Hrafn er að birta þetta mönnunum til háðungar, þannig að ég endurtek, takk Hrafn fyrir að afhjúpa umræðuna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.2.2007 kl. 10:51
Já, já, svo þið viljið bara meina að það átti að kjósa Höllu, ekki vegna ágætis hennar, heldur vegna kyns!
Þið verið að fyrirgefa, en fulltrúar aðildarfélaga KSÍ kusu Geir ekki vegna þess að hann pissar standandi, heldur vegna þess að þeir treysta honum og hann hefur verið starfandi lengi innan KSÍ og því þekkja þeir hann og hans verk.
Halla er nánast óskrifað blað, en það eitt virðist vera næg ástæða til að þið heimtið hana í formannssætið.
Ekki vegna ágætis síns, heldur vegna þess að hún pissar sitjandi. Það er asskotans enginn munur á ykkur og nafnlausu óþverrunum á heimasíðunum sem Hrafn vitnaði í.
Fyrirgefið orðbragið.
Ólafur Garðarsson 12.2.2007 kl. 16:44
Ég hef ekkert á móti Geir! ??????? Mislíkaði skítkastið sem Halla fékk hjá nafnlausu óþverrunum! Ég hlýt að mega tjá mig um það án þess að ég sé að skammast út þann góða mann fyrir að vera karlmaður! ????
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 18:21
Mér finnst athyglisverðast að fá svona viðbrögð. Hafði ekki sterka skoðun á þessu kjöri fyrir þar sem ég set alltaf spurningu um keppni um formennsku, eins og fram kom í fyrri pistli mínum, en núna sé ég að það hefði verið miklu stærra skref í jafnréttisátt að fá Höllu til forystu en mig hafði órað fyrir. Takk.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.2.2007 kl. 18:45