Flokksráðsfundur VG um næstu helgi og landsfundur eftir tvo mánuði

Flokkurinn sem ætti að leiða andstöðuna gegn ESB er enn að hotta á ESB-hrossið sem Samfylkingin hefur í taumi. Rök VG gegn ESB eru fín og hafa oft komið fram meðal annars í stefnuskránni sem finna má á heimasíðu VG: ,,Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."

Á meðan þjóðin trúði því enn að hægt væri að ,,kíkja í pakkann" og aðildarviðræðurnar væru bara spjall var viðkvæðið að leiða ætti viðræðurnar til lykta, þjóðin vildi það. Nú hefur komið í ljós að allt annað er að gerast og þjóðin vill hætta viðræðum, en enn er ekki farið að bóla á frumkvæði VG í því að slíta þessu flani nú. 

Ég vildi að ég gæti sagt að ég bindi vonir við komandi flokksráðsfund, en þar eru umræður orðnar í skötulíki og krafan um stuðning við stjórnina búin að lama margar góðar raddir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband