Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Flokksráðsfundur VG um næstu helgi og landsfundur eftir tvo mánuði
24.8.2011 | 20:55
Flokkurinn sem ætti að leiða andstöðuna gegn ESB er enn að hotta á ESB-hrossið sem Samfylkingin hefur í taumi. Rök VG gegn ESB eru fín og hafa oft komið fram meðal annars í stefnuskránni sem finna má á heimasíðu VG: ,,Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."
Á meðan þjóðin trúði því enn að hægt væri að ,,kíkja í pakkann" og aðildarviðræðurnar væru bara spjall var viðkvæðið að leiða ætti viðræðurnar til lykta, þjóðin vildi það. Nú hefur komið í ljós að allt annað er að gerast og þjóðin vill hætta viðræðum, en enn er ekki farið að bóla á frumkvæði VG í því að slíta þessu flani nú.
Ég vildi að ég gæti sagt að ég bindi vonir við komandi flokksráðsfund, en þar eru umræður orðnar í skötulíki og krafan um stuðning við stjórnina búin að lama margar góðar raddir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »