Long Time No Blog (afsakið sletturnar)

Langt síðan ég hef bloggað og verð víst að viðurkenna að ég var farin að sakna þess svolítið. Á tímabili var þetta svo eðlilegur þáttur í tilverunni, en nú hefur Facebook fyllt í það skarð. Merkilegt að velta þessum félagssamskiptum á netinu fyrir sér, en það ætla ég að gera seinna.

Hef nefnilega átt annríkt við milliliðalaus mannleg samskipti, sem sagt við það að umgangast ættingja og vini síðan í vor og enn meira af því fram undan. Frændfólk, vinir og fjölskylda frá Bandaríkjunum, Englandi, Nýja Sjálandi og Ástralíu hafa komið hér við svo eitthvað sé nefnt, stóra systir nánast á leiðinni í flugi til landsins og seinna koma gestir frá Finnlandi í smá skreppitúr. Við mæðgurnar á faraldsfæti, fyrst við tvær eldri í rúma viku í Englandi og nú er sú yngsta í Svíþjóð.

Sem sagt lítill tími fyrir fjar(sam)skipti ... eins og þau eru nú samt indæl. Meira að segja sniglapóstur hefur verið að færa mér meiri fréttir en tölvupósturinn, ætli þetta sé afturhvarf til fortíðar, að sagnfræðingurinn sé að bera tölvunarfræðinginn ofurliði.

En frændur mínir hér að neðan koma ekki til landsins í ár, svo þá var bara að senda þeim peysur.

img_4496.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband