Úr kjötbollublogginu yfir í hringiðuna

Eftir rúmlega tveggja ára kjötbollublogg á öðru indælu bloggsvæði er orðið tímabært að blanda sér í þjóðmálaumræðuna. Það er svo margt að gerast í samfélaginu að ég get einfaldlega ekki setið hjá lengur. Þessi vettvangur virðist virka Wink. Vinir mínir finna mig áfram á gamla blogginu og það verður áfram fréttaveita af fjölskyldu, vinum og kunningjum með ívafi stórra skoðana á litlum málum. Eða eins og Norðmaðurinn sagði við konuna sína: Konan mín tekur allar smærri ákvarðanir á heimilinu, eins og um húsakaup, bílakaup, barneignir og sumarleyfi en ég tek allar stærri ákvarðanir, eins og hver afstaða okkar til til skattamála, Evrópusambandsins og utanríkismála er. Þetta blogg er sem sagt hliðstætt kallinum ;-)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Frábært að fá þig á Moggabloggið Anna mín  og velkomin úr pólitíska bindindinu sem er búið að var allt of lengi.

Vilborg G. Hansen, 3.2.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, gaman að vera kominn af stað á þessum vettvangi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2007 kl. 18:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband