Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 575864
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Úr kjötbollublogginu yfir í hringiðuna
3.2.2007 | 00:44
Eftir rúmlega tveggja ára kjötbollublogg á öðru indælu bloggsvæði er orðið tímabært að blanda sér í þjóðmálaumræðuna. Það er svo margt að gerast í samfélaginu að ég get einfaldlega ekki setið hjá lengur. Þessi vettvangur virðist virka . Vinir mínir finna mig áfram á gamla blogginu og það verður áfram fréttaveita af fjölskyldu, vinum og kunningjum með ívafi stórra skoðana á litlum málum. Eða eins og Norðmaðurinn sagði við konuna sína: Konan mín tekur allar smærri ákvarðanir á heimilinu, eins og um húsakaup, bílakaup, barneignir og sumarleyfi en ég tek allar stærri ákvarðanir, eins og hver afstaða okkar til til skattamála, Evrópusambandsins og utanríkismála er. Þetta blogg er sem sagt hliðstætt kallinum ;-)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Athugasemdir
Frábært að fá þig á Moggabloggið Anna mín og velkomin úr pólitíska bindindinu sem er búið að var allt of lengi.
Vilborg G. Hansen, 3.2.2007 kl. 10:14
Takk, gaman að vera kominn af stað á þessum vettvangi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2007 kl. 18:42