VEGFERÐIN til ESB og brauðmolarnir

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að við Íslendingar höfum hafið vegferð aðildarviðræðna (sem er dulnefni fyrir aðlögun) að ESB.

Erum við lögð af stað fram og aftur um blindgötuna eins og Megas forðum og vitum ekki að blindgatan er ESB?

Var okkur hent upp í lest og ráðum ekki hvort eða hvenær við komumst út úr henni?

Erum við í sporum Hans og Grétu þegar þau voru með steinvölur í vasanum og gátu rakið leið sína heim úr skóginum?

Eða erum við í sporum þeirra þegar þau létu brauðmolana detta úr vösum sínum og ætluðu að rekja slóðina aftur heim, en þá voru fuglarnir búnir að éta þá?

Hrædd er ég um að þessi vegferð sé eins og síðastnefnda leiðin, alla vega eru brauðmolarnir til staðar, þessir reyndar í boði ESB (sem óttast líklega steinvölurnar og færðu því Hans og Grétu nóg af brauðmolum) sem er örlátt á þá ótal mola sem falla af borðum þess til handa ótrúlegustu hópa sem eru ,,vænaðir og dænaðir" í sölum sambandsins. 

Þessar vangaveltur eru að fæðast í huga mér hér og nú og ef til vill fylgi ég þeim eftir í næstu bloggpistlum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband