Á nesinu okkar

Á Álftanesi er mannlíf meira í ætt við sveit en borg. Það hefur sína kosti og galla. Heiftin í héraðsmálum hefur því miður ekki farið framhjá mörgum, en þegar aldnir Álftnesingar falla frá má treysta því að saman safnist samferðafólk á öllum aldri í Bessastaðakirkju og fylgi þeim seinasta spölinn. Á þessum fallega vetrardegi er því einmitt svo háttað og ég tel mig heppna að búa í þessari litlu byggð, þar sem samkenndin er oftar meiri en sundrungin, þrátt fyrir allt.

Bessastaðir í vetrarskrúða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband