Endingargott sumar - á ýmsa vegu
29.8.2010 | 18:01
Um allmargra ára skeiđ hef ég fariđ í sumarfrí á veturna frekar en á sumrin, en samt tekiđ einhverja frídaga eđa frítíma á sumrin. Ţetta sumar og hiđ síđasta hafa veriđ einstaklega veđurblíđ og sennilega nćstu sumur á undan líka. Međan ég var ađ vinna í lausamennsku, ađallega viđ skriftir, gat ég setiđ á pallinum fyrir utan sumarbústađinn og skrifađ. Núna, ţegar ég ákvađ ađ fara aftur ađ vinna sem tölvunarfrćđingur, er ég ađ vísu mjög ánćgđ međ svalirnar á hćđinni okkar, ţangađ út tek ég tölvuna stundum ef ég er ađ vinna í verkefnum sem ekki útheimta tvo skjái. Ţađ eru takmörk fyrir ţví hvađ hćgt er ađ leggja á sig til ađ elta sólina. Ţess í stađ hef ég notiđ útivistar međ ţví ađ skipta sumarleyfisdögum í smáhluta og elt góđar sólarstundir ţegar tími hefur unnist til, án ţess ađ skerđa sumarfríiđ sem ég ćtla ađ taka í vetur neitt vođalega. Ekki spillir ađ oft hafa helgarnar veriđ góđar. Hlýindin framundan, ţótt ţeim fylgi einhver vćta, eru til ţess fallin ađ gera sumariđ endingarbetra en ella vćri. Ţađ sem ţó hefur mest áhrif á lengd sumarsins er ađ vera fallin fyrir íţrótt sem dregur mann út á golfvöll í tíma og ótíma, ótrúlegt hvađ ţađ gerir sumariđ mikiđ lengra ađ njóta ţess úti viđ. Sem sagt, nokkuđ endingargott sumar, hingađ til alla vega ...