Frá ţessum kvenna-konum
12.6.2010 | 01:26
,,Ţiđ ţessar kvenna-konur!" var ţađ eina sem viđmćlenda mínum datt í hug ađ segja viđ mig fyrir einum 25 árum ţegar ég var í heilagri reiđi ađ kanna orđróm um ađ ekki ćtti ađ gefa frí smá dagspart í tilefni af mikilli kvennasmiđju sem haldin var á tíu ára afmćli kvennafrídagsins.
Ţetta orđ, sem átti ábyggilega ađ vera skammaryrđi, fannst mér alltaf svo indćlt og hef reynt mitt besta til ađ koma ţví í umferđ. Ýmislegt hefur breyst en kveikjan ađ ţessum vangaveltum nú er annars vegar vćntanleg heimsókn danskrar konu sem telur ađ íslenskar konur séu ţćr frábćrustu í heimi og hafi náđ ótrúlegum árangri og hins vegar alls konar hugsanir sem hafa veriđ ađ flögra ađ mér frá ţví ég sat ráđstefnu tengslanets kvenna á Bifröst um daginn, gríđarlega góđa ráđstefnu. Ég er auđvitađ ađ hugsa, erum viđ búnar ađ ná svona miklum árangri eđa ekki? Ţekkt er virkni kvenna fyrir rússnesku byltinguna og í henni og hvernig ţeim var svo ýtt til hliđar, eftir bankahruniđ átti ađ gera allt öđru vísi en áđur og kalla konur til, er ţađ ađ ganga eftir á ţann hátt sem viđ vildum? Ţegar ég hlusta á Sigríđi Benediktsdóttur og Evy Joly efast ég auđvitađ ekki, en samt, ekki sofna á verđinum.
Og margt er enn tabú. Mér fannst ađ mörgu leyti fróđlegt ađ heyra í Sóleyju Tómasdóttur velta fyrir sér hvort viđ séum enn á flótta undan óţćgilegustu umrćđunni í kvenfrelsismálum og mannréttindum, umrćđunni um vćndiskaup, súlustađ, mansal, nauđganir og allt ţađ sem enn virđist umdeilt ţótt ţađ ćtti ekki ađ vera umdeilanlegt. Hvort ţađ er sú umrćđa sem pirrar fólk og skýrir ef til vill minna fylgi VG í Reykjavík en margir vćntu? Ég er reyndar ein ţeirra sem tel bćđi Sóleyju og Ţorleif frábćra VG-félaga og harđneita ađ vera dregin í VG-dilka (nema hvađ ég er mjög stolt yfir ţví ađ tilheyra ósmalanlegum köttum), en ég varđ mjög hugsi ţegar Sóley varpađi ţessu fram. Hugs, hugs, eins og hún Gurrí vinkona mín segir. Ţađ er bara hollt ađ fara í hlutverk ţessara kvenna-kvenna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook