Vertu sćl Pollýanna!

Ég er alin upp viđ Pollýönnu-lestur og upplestur. Hélt ađ ţađ vćri hćgt ađ leysa allt međ ţví ađ vera nógu rosalega jákvćđ. Jamm og já. Sé á bókalistanum hér til hliđar ađ ég hef veriđ farin ađ velta henni fyrir mér út frá hruninu fyrr en ég hélt. Leyfi ţví ađ standa sem ég hef ţegar skrifađ. En í morgun, ţegar ég var ađ hlusta á erindi Barböru Ehrenreich á geysilega fróđlegri ráđstefnu á Bifröst, ţá sagđi ég í huganum, í gamni og alvöru: Vertu sćl Pollýanna.

Öll erindin í dag hafa veriđ einstaklega fróđleg, en ég staldra viđ Barböru til ađ byrja međ. Erindi hennar leiddi til hugsana um ţennan ,,ţetta reddast"-hugsunarhátt okkar Íslendinga, auk ţess sem hún fór á kostum ţegar hún sagđi frá hinni pínlegu gleđikúgun sem jafnt krabbameinssjúklingar sem efasemdarfólk um ađferđir útrásarvíkinganna (fyrir hrun) eru beittir. Veslings danskur bankamađur sem varađi viđ hruninu og fleiri álíka voru úthrópađir og ráđlagt ađ fara í endurmenntun og krabbameinssjúklingum er sagt ađ vera bara nógu rosalega jákvćđir og ţá muni ţeir sigrast á sjúkdómnum. Sem sagt ef ţú deyrđ samt, ţá varstu bara of neikvćđ! Barbara talar af reynslu, hún lifđi af krabbamein fyrir um ţađ bil tíu árum, en ekki vegna ţess ađ hún vćri svo jákvćđ eđa elskađi krabbameiniđ, eins og sumir reyndu ađ segja henni ađ gera. Held ađ hana langi í ,,helvítis fokking fokk"-bol, hún er nefnilega nógu hugrökk til ađ taka málstađ ţeirra sem kvarta hástöfum ţegar ástćđa er til.

Er ţađ von ađ mađur fari ađ efast um Pollýönnu?

Merkilegt ađ hlusta í kjölfariđ á Sigríđi Benediktsdóttur brillera í erindi sínu um bankahruniđ ţar sem hún hafđi loksins enn betri tíma til ađ flytja mál sitt, en hún hafđi ţegar hún sló í gegn viđ kynningu bankahrunsskýrslunnar. Tek undir međ ţeim sem sögđu ađ nú viljum viđ fá Sigríđi heim! Hún og Eva Joly virđast vera ţćr sem litiđ er til viđ endurreisnina.  

Brynja Guđmundsdóttir, frumkvöđull og töffari, vakti líka sérstakan áhuga minn, en hún rakti stofnun fyrirtćkis síns sem er ađ gera ţađ einstaklega gott. Mikiđ er ég ánćgđ međ ađ hún skuli vera Álftnesingur og farin ađ láta til sín taka á nesinu međ stofnun Hagsmunasamtaka íbúa Álftaness, sem eru reyndar ein af fáum samtökum á Álftanesi sem ekki bjóđa fram viđ ţessar kosningar, enda var ţađ yfirlýst stefna samtakanna frá upphafi ađ vinna ţvert á allar flokkslínur.

Og ţannig leiđ dagurinn á Bifröst í blíđunni og međ hvert dúndur-erindiđ á fćtur öđru. Herdís Ţorgeirsdóttir, sem stóđ fyrir ţessari ráđstefnu í fimmta sinn nú í ár, á sannarlega heiđur skilinn. Ég á erfitt međ ađ slíta mig frá dýrđinni hér í Borgarfirđi, mikill lúxus ađ vera hér uppi í bústađ enn einu sinni, hér er ekki hćgt annađ en láta sér líđa vel, en Álftanesiđ bíđur međ alla sína blíđu og kosningar á morgun, svo kannski er rétt ađ fara ađ renna aftur í bćinn og kannski ţarf ég ađ lesa Pollýönnu aftur viđ tćkifćri. Ef eitthvađ kemur út úr ţví mun ég án efa leyfa blogglesendum ađ fylgjast međ. Lofa samt engu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband