Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 575854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Kæra ríkisstjórn: Skoðum það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Það gerir þjóðin
18.3.2010 | 23:12
Þjóðin sem reis upp og gerði búsáhaldabyltingu (sem endalaust verður deilt um hverju skilaði), hafnaði Icesave og verður kannski aldrei þæg aftur, hefur verið andvíg aðild að ESB að um langt skeið. Þótt einn flokkur í oddaaðstöðu hafi verið reiðubúinn að kúga hvaða samstarfsflokk sem var til þess að sækja um aðild að ESB og það komið í hlut míns annars mjög svo ágæta flokks að taka þátt í þeim gjörningi þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fara að hlusta á þjóðina og hreinlega að draga þessa umsókn til baka.
Þess vegna hvet ég ríkisstjórnina til þess að skoða það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Draga umsóknina til baka og nota peningana sem sparast til þess að byggja upp öfluga samhjálp, samfélag og fjölbreytt atvinnulíf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »