Eyjafjallajökull
13.3.2010 | 01:41
Mér hefur alltaf fundist Eyjafjallajökull ćgifagur og jöklar međ fallegustu fjöllum, enda fimm jökla sýn úr bústađnum mínum (Eiríksjökull flottastur) og Snćfellsjökull ţeim ágćtum gćddur ađ blasa ótrúlega oft viđ mér: Ţegar ég er á heimleiđ niđur Garđaholtiđ, á leiđ upp í bústađ, best nýtur hann sín ef bíllinn lafir á veginum undir Hafnarfjalli, út um ţakgluggann á Tjörn, úr garđinum mínum, meira ađ segja á leiđinni í Háskólann grútsyfjuđ á morgnana ađ renna niđur Öskjuhlíđina, eđa á hrađferđ í Sandgerđi ađ vinna ţar. Alltaf blasir Snćfellsjökull viđ. Falleg sjón.
En samt er ţađ Eyjafjallajökull sem mér ţykir einna vćnst um. Ţađ á sér skýringar. Ţau sex sumur á sjö ára tímabili, ţegar ég var í sveit í Fljótshlíđinni, var hann alltaf jafn glćsilegur en ţađ leyndi sér heldur aldrei ađ hann var ekki bara ís heldur líka eldstöđ, ţví megna brennisteinslykt lagđi oft yfir Hlíđina.
Ţegar ég fór síđla sumars á flokksráđsfund VG á Hvolsvelli gat ég ekki stađist ţađ ađ finna mér gistingu í Fljótshlíđinni, sem ég og gerđi. Allt Suđurlandiđ blasti Eyjafjallajökull viđ, báđar leiđir, en ţađ var ekki fyrr en á bakaleiđinni ađ ég hafđi rćnu á og gaf mér tíma til ađ taka myndir af honum. Ţá var ég reyndar komin alla leiđ ađ Landvegamótum. Eina af myndunum af jöklinum valdi ég síđan sem skjámynd á tölvunni minni í nýju vinnunni, LS Retail, ţegar ég fór ađ vinna ţar rétt fyrir jólin. Endurbirt hér ađ neđan. Ţá var hann ekki farinn ađ láta á sér krćla eins og seinustu vikuna, en ég hef samt oft horft á skjáina tvo fyrir framan mig ţegar ég er ađ skipta á milli forrita og skjala og hugsa međ mér - af hverju datt mér í hug ađ setja einmitt ţessa mynd á skjáinn minn? Svosem ekkert flókiđ svar, af ţví hún er svo falleg, af ţví jökullinn er svo fallegur. Ćtli Gunnar hafi kannski horft eilítiđ austarlega ţegar hann var eitthvađ ađ nefna ţađ ađ Hlíđin vćri fögur?Jú, Hlíđin er nógu fögur ein og sér, en ţessi jöklasýn!!!
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 01:47 | Facebook