Af hverju er ég svona tortryggin og hrædd um að einhverjir muni taka pólitíska eiginhagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni í þeim línudansi sem framundan er í samningaviðræðum um Icesave? Nú verður þessu máli að fara að lykta á ásættanlegan hátt og allir VERÐA að snúa bökum saman, ekki skora pólitískar keilur. Ég er svo sem enn við sama heygarðshornið að treysta mínu fólki, vinstri grænum, til að vera ekki í eiginhagsmunaleik og alls ekki að afla sér pólitískra vinsælda, enda leynir það sér ekki að þótt innan flokksins míns hafi verið talsverður ágreiningur um leiðir, þá er ekki verið að skara eld að eigin köku.
Svo virðist sem nokkur samstaða sé að komast áum að leiða þetta mál til þolanlegra lykta. Þetta mál heltekið alla umræðu og því miður tafið umbætur í samfélaginu, sem þola ekki frekari bið, fyrir suma er þetta reyndar allt of seint.
Þeim mun sárar svíður mér að horfa nú fram á tímasóun, svívirðilegan fjáraustur og orkusóun í ESB-aðildarviðræður sem enginn vill. En eins og kerlingin sagði: Það skal í ykkur helvítin ykkar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook