Þegar mikið er að gerast er gaman að gleðjast yfir litlu

Ástandið í þjóðfélaginu og sveitarfélaginu mínu, jafnvel í heiminum, er frekar alvarlegt, á köflum svolítið niðurdrepandi. Og einhvern veginn er maður orðinn svolítið hokinn af ábyrgð yfir því að gera það rétta á réttum tíma og réttum forsendum. Þess vegna eru svona ábyrgðarlausir sunnudagar eins og dagurinn í dag notalegir. Engar raunverulegar skyldur, ef maður hleður þeim ekki á sig sjálfur, hvaða sköpunarsögu sem maður trúir, eða ekki, þá er ákveðin glóra í að fyrirskipa alla vega einn hvíldardag í viku. Og þess vegna er bara allt í lagi að leysa ekki öll þau vandamál sem illa gengur að bjarga alla hina dagana, hafa svona einn ,,stikkfrí" dag. Hitt hverfur ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband