Færsluflokkur: Tónlist
Týnd tónlist (og ljóð)
5.6.2007 | 00:30
Veit ekki hvort það var hér eða á öðru bloggi sem ég sagði frá því þegar ég fann löngu týnda plötu, Fresh Liver, með Scaffold og pantað. Tók tímann sinn að fá hana til landsins, en hingað er hún komin og ég auðvitað búin að fatta að ég kann hana utanað eða því sem næst. Tónlistin er skemmtileg, í anda annarra Scaffold laga svo sem Lily the Pink og Thank U very much, með smá Zappa fíling í bland, en það sem betra er, ljóðin eru ennþá skemmtilegri og sömuleiðis hálfgerðir leikþættir í rosalega enskum anda. Þannig að nú er hægt að rifja upp þetta eðalefni, sem er orðið ansi fágætt, og kynna fyrir nýjum kynslóðum.
Veit að fyrir norðan er Gunna vinkona og kann líklega jafn mikið utan að af og ég. Svona gamla frasa eins og:
- Wasn't a bad party ...
- Except for the people.
- People always spoil things ...
Mig minnir að einhver hér hafi sagt mér að Roger McGough (ljóðskáldið í hópnum, á eina fína bók eftir hann) eða Mike McGear (bítlabróðirinn í bandinu, bróðir Paul McCartney) sé ekki lengur í tölu lifenda, mikil synd, einkum ef McGouch hélt áfram að yrkja og hrökk svo uppaf. Hef ekki fylgst með honum á netinu, en - andartak - eftir smá uppflettingar sé ég að hann er enn að og orðinn enn virtari en þegar ég var að kaupa fyrstu bókina hans. Veit ekki um afdrif Mike McGar, virðist vera að hann hafi tekið upp McCartney nafnið síðar (aftur) hins vegar er Adrian Henry, félagi þeirra í hljómsveitinni dáinn. Og annað skemmtilegt sem ég sá, Scaffold og Bonzo Dog sameinuðust í the Grimms. Langar að fletta þessu gamla dóti aftur, það hefur elst misvel, en margt furðu vel. Svo á ég líka smávegis af indjánatrommutónlist frá New Mexíkó ferðinni um páskana, sem ég þarf að gefa mér tíma til að hlusta á. Þótt ólesin bók sé nauðsynlegri en diskur sem ekki hefur fengið hlustun, þá telst hvort tveggja til andlegra nauðþurfta.
Sætasta stelpan á ballinu - diskótexti óskast
29.5.2007 | 19:08
Eitt sinn leitaði ég til lesenda bloggsins þegar ég datt niður í texta á lagi (sem ég var ekki par hrifin af) og nú vantar mig enn að fletta upp í visku ykkar. Þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun þá heyrði ég ekki betur en að dúettinn ,,Þú og ég" sé kominn með nýtt diskólag um sætustu stelpuna á ballinu. Látum það nú vera að það sé tilviljun að þessi texti sér að koma fram núna, en þegar ég heyrði að textinn fór út í þá sálma - rétt í þann mund sem ég beygði af Kringlumýrarbrautinni og í áttina að Valhöll - að til að ná í sætustu stelpuna á ballinu hefði blessaður drengurinn orðið að stíga ofan á tærnar á rauðhærðum náunga, sem einnig ætlaði að nálgast hana, þá fann ég fyrir ómótstæðilegri löngun til að sjá textann í heild.
Tilviljun? Já, ábyggilega, eða ekki ... ;-) kannski er einhver textahöfundur að stríða þessu ágæta diskódúói, sem ég minnist alltaf með hlýju frá því ég tók viðtal við þau Helgu og Jóhann er þau voru á hátindi frægðar sinnar. Auk þess skilst mér að Helga sé forfallin golfáhugakona (það er kostur) og eigi meira að segja eiginmann sem einhverju sinni tók að sér að leiðrétta ljóta villu sem ég var að koma mér upp, ábyggilega mjög góður golfkennari. Eins og glöggir lesendur sjá þá gruna ég þau ekki andartak um að hafa samið þennan texta með pólitískum áherslum, en hvað veit ég?
Þá þarf maður ekki að horfa á Eurovision á laugardaginn :-(
10.5.2007 | 22:07
Smá innskot utan kosningabaráttunnar - Magni rokkar enn
1.5.2007 | 01:49
Vinnufélagi minn valdi mér heitið ,,Aðdáandi nr. 1" þegar Magni og Á móti sól spiluðu í innflutningspartíi sem INNN (þar sem ég vinn(n)) hélt í október. Gengst stolt við því án þess að vilja stela þeim titli af öðrum sem kunna að kerfjast hans. En alla vega, af og til þá kíki ég á vefina sem sinna Magna mest og best, sá opinberi er reyndar einmitt afurð minna ágætu vinnufélaga. En alla vega, það er alltaf gaman að fylgjast með Magna. Núna er nýtt lag að koma með honum, My Pain, og fáanlegt á ýmsum stöðum sem helga sig Magna (þeir eru allnokkrir), m.a. nýleg lifandi útgáfa frá tónleikum hans og Dilönu í Los Angeles fyrir tveimur vikum: My Pain og fleiri lög með Magna.
Síðastliðinn laugardag átti hann hins vegar að hita upp fyrir Aerosmith í Las Vegas og ég vona að það hafi allt gengið vel, ekki svooo heitur aðdáandi að ég sé búin að elta uppi umsagnir, en mun án efa gera það ef ég finn tíma til þess. En það er annað tónlistarinnskot á opinberum vef Magna, innskot frá árinu 2002 að mér sýnist, sem ég hef ekki tékkað á áður, og finnst alveg með ólíkindum. Sýnir auðvitað ekki þessa flottu þungarokks-melódíu hlið á Magna sem gerir hann að svo góðum listamanni sem raun ber vitni, heldur sýnir þetta skemmtilega ruglaðan húmor, sem er engu minna virði. Stan, lagið sem hvíti rapparinn Eminem gerði frægt, í flutningi (very live, er það kallað) Magna, með skoskum framburði síðari hluta lagsins, þetta er alveg fáránleg blanda, en þetta er bara svo skemmtilegt að ég verð að leyfa fleirum að njóta. Stan hinn skoski. Varð að koma þessu að.
Áfram Guðbjörg!
23.3.2007 | 21:29
Gróf upp gamla plötu með Scaffold
23.3.2007 | 01:35