Fćrsluflokkur: Tónlist

Dylan dillan

Ég var mjög stolt ţegar ég skrifađi grein undir ţessari fyrirsögn í Vikuna fyrir óralöngu. Hélt ađ allir myndu skilja orđaleikinn. Ţegar ég bjó sumarlangt í efri koju einhvers stađar suđur í Englandi átján ára gömul var mjög flott plakat af Dylan límt í loftiđ, ţótt ekki geti hann nú talist fríđur mađur ţá var ţetta plakat sérlega fallegt í haustlitunum. Núna ţegar kappinn er sjötugur, ţá er ég enn komin međ ,,dillu“ fyrir Bob Dylan og hlusta á Just Like a Woman, Rainy Day Woman, Like a Rolling Stone og öll hin flottu Dylan lögin í gríđ og erg.


Lög sem verđa fallega ósannfćrandi

Einhvern tíma hef ég skilgreint (hluta af) tónlistarsmekk mínum á ţann hátt ađ ég hefđi dálćti á laglausum karlmönnum og greindarlegum stúlkum. Ekki ţarf ađ fjölyrđa um greindarlegu stúlkurnar, Björk, Susan Vega og núna seinast Láru Rúnars međ lagiđ Honey, you are Gay, sem mér finnst alveg ćđi. En ég var ađ gera ađra uppgötvun varđandi laglausu karlmennina, ţeir hafa einstakt ,,lag" á ađ syngja kraftmikil lög svo veiklulega ađ ţau verđa ósannfćrandi en um leiđ eru sum ţeirra alveg lygilega skemmtileg. Barđi Jóhannsson söng ,,Stop in the Name of Love" ţannig ađ ţađ hefđi ekki stoppađ kjaft

og hljómsveitin Cake á heimsmet í ósannfćrandi flutningi á laginu ,,Í will survive" og álitamál hvort hljómsveitin komst lifandi í gegnum flutning lagsins.

Góđ helgarpćling.


Youtube verđur sífellt betri - hér er ein ómetanleg perla

Lengi hef ég fagnađ tilvist Youtube, en nú er ég farin ađ finna ţar gersemar sem áđur var ekki ađ finna ţar. Hér er ein ţeirra, ,,rétta" útgáfan af Surabaya Johnny eftir Kurt Weil, sem eiginkona hans, söngsnillingurinn Lotte Lenya, syngur:

 


Ađ ,,týna" lögum ... Guđjón bak viđ tjöldin eftir Atla Heimi og fleiri gersemar

Býst viđ ađ margir hafi lent í ţví sama og ég, ađ ,,týna" lögum tímabundiđ, kannski árum eđa áratugum saman. Frumflutningur á Gunnarshólma Atla Heimis ýfđi eitt gamalt ,,týndralaga" sár, ég bara VERĐ ađ finna einhvers stađar ,,Guđjón bak viđ tjöldin" snilldartexta Ţórarins Eldjárn viđ lag Atla Heimis Sveinssonar. Hef orđađ ţetta viđ skólasystkini mín úr Menntó (útskrift 1972) fyrir ótrúlega daufum eyrum. Ţó sungum viđ ţetta lag međ öđru lagi en hinu ágćta lagi Harđar Torfasonar - en ég sakna ţess upprunalega sárt. Fattađi auđvitađ ekkert ađ biđja minn gamla kennara, Atla Heimi, ađ leiđa mig á rétta slóđ og geri ţađ sjálfsagt ekki, viđ hittumst sjaldan.

En fátt er svo međ öllu illt og allt ţađ. Ţetta leiddi mig á slóđir fleiri týndra laga og međ hjálp elsku YouTube fann ég eftir margra ára hlé eitt af fallegustu lögum sem ég hef heyrt, ţađ sem villti um fyrir mér var ađ í ţeirri útgáfu sem ég heyrđi á sínum tíma var textinn ekki eins, ţá var nefnilega til sameinuđ Júgóslavía.

 


Ekki bara pólitík ... smá tónlistarsagnfrćđi: Kinks á Íslandi 1965, ásamt Tempó og Bravó

Á síđu Dr. Gunna á Eyjunni og áđur hjá Agli Helgasyni er ađ finna tengil á upptöku frá tónleikum Kinks í Austurbćjarbíói. Ţetta er tónlistarsagnfrćđi af bestu gerđ og ţar ađ auki stađfestir ţetta myndband ţađ sem mig minnti, ţetta voru ótrúlega flottir tónleikar. Trúi ţví varla ađ ţetta hafi veriđ áriđ 1965, ţađ merkir nefnilega ađ ég hef ekki veriđ nema 13 ára í ćpandi mannhafinu sem sótti tónleikana, fékk meira ađ segja sćti frekar framarlega, ţannig ađ ef ţiđ sjáiđ stelpu međ sítt hár, topp og svört ,,Manfred Mann" gleraugu - austarlega í salnum (fyrir ykkur sem eruđ áttvís í Reykjavík) á ca. 7.-8. bekk, ţá gćti ţađ veriđ ég, en hef ekki leitađ af neinu viti.

YouTube býđur ekki uppá ađ fella ţetta myndskeiđ inn í ađrar síđur en hér er tengillinn og njótiđ vel:

http://www.youtube.com/watch?v=t3oe0k9KyOA 

 


Tónlist, tónlist, tónlist og eitt svona rétt á mörkunum

Hef veriđ ađ drífa í ađ hlađa fullt af gömlum og nýjum geislaplötum í iPodinn minn. Finn nú ekki alla, međal annars ekki ţennan sem ég hafđi mikiđ fyrir ađ finna, en í stađinn leyfi ég fleirum ađ njóta:

 


Rúnar Júlíusson - rokkari deyr

Rúnar Júlíusson er löngu búinn ađ ávinna sér titilinn Herra Rokk á Íslandi. Ímynd rokksins - spilandi međ ótal nýjum og gömlum hljómsveitum og alltaf sívirkur. Frá ţví ég var smástelpa ađ ţvćlast í skáttaheimiliđ viđ Snorrabraut á laugardögum milli kl. ţrjú og fimm síđdegis til ađ hlusta á Hljóma og til seinni tíma ćvintýra Rúnars, GCD fannst mér reyndar alltaf ein skemmtilegasta hljómsveitin sem hann tók ţátt í, en ţađ var líka gaman ađ sjá hann hanga í diskókúlunni (eđa kannski voru ţađ loftbitar) í Hollywood og gera ţetta hrikalega diskótek ađ paradís rokksins einhverjar kvöldstundir. Og snilldarlagiđ ,,Pabbi ţarf ađ vinna" sem er međ ónothćfri upptöku á YouTube er líka mjög skemmtilegt, einmitt vegna ţátttöku Rúnars. Hans verđur sárt saknađ, hér er hann međ Unun:

 


Kór eftir Verdi (stundum kallađur Steđjakórinn)

Selkórinn endađi afmćlisdagskrána sína međ frekar metnađarfullum kór eftir Verdi, sem minnti mig á ađ hlađa Verdikóra-disknum mínum niđur á ipodinn minn (sem ég hef heyrt kallađan spilastokk, góđ hugmynd sem kannski venst). Svo vorum ađ ađ rćđa tónlist í Myndlistarskólanum í Kópavogi og ég lofađi ađ muna eftir ađ koma međ Verdi-diskinn í skólann ţegar ég kemst nćst, sem verđur vćntanlega á fimmtudag, svo viđ getum nú nýtt nýju grćjurnar okkar ţar. Flottar grćjur, BTW, afmćlisgjöf frá nemendum ásamt skápnum undir. En ţađ er vetur, stemmning fyrir flottum kórum svo hér er steđjakórinn eftir Verdi (Anvil Chorus samkvćmt YouTube og fullt af öđrum nöfnum eflaust):

 


Fallegt lag sem fáir ţekkja - en er samt svo kunnuglegt

Held ég hafi ekki heyrt ţetta lag fyrr en áriđ 1993, ţegar ég átti leiđ um Ástralíu, ţetta var greinilega uppáhaldslag píanistans á barnum á hótelinu mínu, og hann var virkilega flinkur. Grennslađist fyrir um lagiđ, ţađ heitir Jessica's Theme, heyrđi ţađ í nokkrum öđrum útgáfum, ţađ er ástralskt, úr myndinni: The Man from the Snowy River međ Kirk Douglas og fleiri góđum, undarlega kunnuglegt lag, ţótt ekki hafi mjög margir séđ myndina, held ég, enda er hún frá sjötta áratugnum. En alla vega, njótiđ vel:

 

Ţetta er reyndar ekki besta útgáfan sem ég fann, hún er hér (linkur - YouTube vill ekki ađ viđ fellum ţessa útgáfu inn í síđurnar okkar):

http://www.youtube.com/watch?v=PMR7oHJoXTA


Dresden Dolls spila Lotte Lenya

Pönkuđ útgáfa af Lotte Lenya. Hélt ekki ađ svoleiđis vćri til. En svo kynntist ég Dresden Dolls (skotiđ ţví miđur stutt en međ lagi sem Lotte söng gjarnan):

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband