Fimm jökla sýn úr sumarbústaðnum
12.6.2009 | 19:47
Við höfum útsýni yfir fimm jökla héðan úr sumarbústaðnum, Eiríksjökul, Langjökul, Geitlandsjökul, Þórisjökul og Okið (sem hermenn kölluðu víst Ókei hér í eina tíð og er að mestu búið að týna jökulhettunni sinni). Óvenju góð sýn á þá í dag þegar ég renndi upp í bústað að sinna ýmsum verkefnum.
Skýr skilaboð
10.6.2009 | 15:28
![]() |
Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra - fagnaði 50 ára afmæli sínu í stórkostlegu veðri í dag. Ég hef tekið miklu ástfóstri við Sjálfsbjargarhúsið að undanförnu, allt fólkið það, starfsemina og andrúmsloftið sem er engu líkt. Haft vinnuastöðu í herbergi þar sem hljóðfæri eru geymd og í dag fékk ég loks að heyra í hljómsveitunum sem hafa verið að æfa þar á öðrum tímum en ég er þar að öllu jöfnu.
Aðalviðburðurinn fyrir mig í dag - og vonandi fyrir fleiri - var opnun söguvefs Sjálfsbjargar á www.sjalfsbjorg.is/saga - þetta hefur verið meginverkefni mitt að undanförnu og sérlega skemmtilegt að kynnast þessari merkilegu baráttusögu. Fyrsta útgáfa vefsins er sem sagt tilbúin og ég er þegar farin að fá smá gersemar frá Sjálfsbjargarfélögum sem ég ætla að nota í viðbætur, því þessum vef er ætlað
að þróast og dafna og gerir það án efa, hvort sem ég fylgi honum eftir að annar háttur verður hafður á. Helst langar mig auðvitað að halda utan um hann sjálf en aðalatriðið er að binda vefinn
ekki á klafa einhvers strangleika, það stríðir alla vega gegn mínum hugmyndum um þróun efnis á vefnum. Þannig að ég veit hreinlega ekki hversu lengi þetta ,,baby" mitt kýs að vera í mínum höndum og hvenær það fer að lifa sjálfstæðu lífi, en mitt er að fylgja því eftir með eins góðu veganesti og ég mögulega get.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 03:25 | Slóð | Facebook
Enn um lýðræðishallann í Evrópusambandinu
1.6.2009 | 02:31
Eins og ég hef margoft bloggað um er skortur á lýðræði og fjarlægð frá valdi og ákvarðanatöku ein helsta ástæða þess að ég er einlæglega andsnúin Evrópusambandinu. Ákvarðanir sem teknar eru af andlitslausu valdi sem aldrei þarf að standa reikningsskap gerða sinna er nokkuð sem mér er fyrirmunað að skilja að nokkur geti sætt sig við, enda eru fjölmargir innan ESB sem eru mjög mótfallnir þessu. Einn þeirra er fv. Evrópusambandsþingmaðurinn Jens Peter Bonde frá Danmörku, sem kom eftirminnilega fram á sjónarsviðið í ESB-umræðunni í baráttunni gegn Maastricht-sáttmálanum. Hann hefur verið ötull að rekja galla ESB innan ESB-batterísins og ég vil endilega benda á vef hans. Því hefur reyndar verið slegið upp af fjölmiðlafólki sem fylgist ekki með að Jens Peter sé ekki lengur andvígur ESB, en það hefur alltaf verið vitað að afstaða hans til ESB er margslungin, Danmörk hefur lengi verið innan ESB, á litla von um að sleppa út og hann hefur viljað vinna að lýðræðisumbótum innan ESB, samtímis er hann hins vegar mjög harður gagnrýnandi sambandsins og vel þess virði að lesa það sem hann skrifar. Hér er tengill á vef hans og þar að neðan smá fróðleikur um andlitslausu kommissarana (á ensku):
APPOINTED IN SECRET
Commissioners are not elected. They are SECRETLY appointed by prime ministers. They always meet behind closed doors in the European Council. Formally the appointment is through a vote by super qualified majority.
Under the Treaty of Nice the appointment of a commissioner requires the support of 18 of the 27 prime ministers. Under the Lisbon Treaty it will require the support of 72 % - 20 of the 27 - prime ministers. Tthis is also equal to a representation of 65 % of all EU citizens where prime ministers vote with the number of their citizens.
The full Commission is approved by a majority vote in the European Parliament.
Commissioners cannot be sacked by national governments or parliaments. The non-elected Commission may govern for 5 years. Only in theory can the Commission be sacked by members of the European Parliament.
It would require a majority of 2/3 and an absolute majority of members. Not a simple majority as in the national parliaments. Minorities in the European Parliament have been threatening with motions of censure. Even when applied they never succeeded.
The European Parliament cannot sack an individual Commissioner or insert another Commission. Only prime ministers have the right to propose a new Commission if the European Parliament should reject their first proposal or sack with the 2/3 majority.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:32 | Slóð | Facebook
Hinn árlegi útskrifarskjálfti?
29.5.2009 | 22:13
Í fyrra var ég of upptekin að halda útskriftarfyrirlesturinn minn og ætlaði að reyna að ,,hrista af mér" jarðskjálftann. Einhverjir á fyrirlestrinum yfirgáfu stofuna í VR II en ættingjar og vinir sátu kyrrir og biðu eftir að ég gæti þess að ég hefði alveg fundið skjálftann, sem ég neyddist á endanum til að gera.
Núna lá ég í makindum í gula sófanum og hlustaði á sjónvarpsþátt sem Hanna mín elskar, alger fíflagangur, þegar þessi hressilegi skjálfti fannst og heyrðist vel. Og nýkomin út útskriftarveislu Lindu systurdóttur minnar. Við mæðgur ræddum fram og til baka mögulega staðsetningu skjálftans og vorum sammála um að hann væri nálægt, Hanna veðjaði á Krýsuvík. Meðan gamla handsnúna heimatölvan var að hlaða upplýsingum um skjálftann varð gisk Hönnu orðið nokkuð nákvæmt.
![]() |
Jörð skalf við Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meirihluti Breta er semsagt andvígur verunni í ESB en vonlaus um að úrsögn sé möguleg
29.5.2009 | 00:21
Mér finnst merkilegt að Bretar skuli vera að meirihluta ósáttir við aðildina að ESB, eða hvernig er öðru vísi hægt að skilja þessa frétt:
,,Könnunin bendir til þess að hlutfall þeirra, sem telja ESB-aðild Bretlands af hinu góða, hafi lækkað úr 43% í 31% frá árinu 1995. Hlutfall þeirra, sem telja aðildina slæma, hefur hækkað úr 30% í 37% á sama tíma."
En þegar spurt er hvort fólk vilji úr ESB þá lýsir niðurstaðan vonleysi, aðeins 21% vilja að Bretar stígi það stóra skref að segjasig úr ESB, það er að vísu næstum helmingsfjölgun frá 1995 en engu að síður sláandi niðurstaða í ljósi hinnar niðurstöðunnar.
![]() |
Aukin andstaða við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook
Hreyfing í mikilli sókn gegn þröngsýni og trúarofstæki ESB-sinna
21.5.2009 | 00:49
![]() |
Heimssýn opnar útibú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig verður vorið? Ný könnun á bloggi í fríi.
6.5.2009 | 01:39
Myndlist meðan beðið er
5.5.2009 | 00:16
Set inn nokkrar myndir frá liðnum vetri meðan ég bíð eftir að hafa tíma til að blogga af einhverju viti (hvenær sem það nú verður). Kannski er ég búin að birta einhverjar þeirra áður. Málaði sjálfsagt um 40-50 í vetur auk þess að taka smá grafíkrispu. Stefni að því að halda einhvers konar sýningu, vinnustofusýningu eða annað, fljótlega. Læt vita þegar nær dregur.
Silfur Egils er GULL
6.4.2009 | 01:44
Er að horfa á endursýninguna á Silfri Egils frá í dag, allur þátturinn er skíra gull. Hér er hægt að horfa, ef vera kynni að einhver sé ekki búinn að sjá þennan ótrúlega þátt:
Annars er ég enn í bloggfríi vegna annríkis. Varð bara að koma inn út af þessu.