Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2025

Útvarp

Í mínum huga er ,,útvarpiđ" ţađ sem núna er kallađ Rás 1. Ţar er mesta dagskrárgerđin, ennţá talsverđ, endurtekningarnar trufla mig minna en marga ađra. Enn eru framleiddir ţar yndislegir talmálsţćttir sem leiftra af hugmyndaflugi og skemmtilegheitum og síđdegisútvarpiđ á Rás 1 oft áhugaverđara en umfjöllun um matarhátíđir og misáhugaverđ ţjóđmál.  

Vissulega hlusta ég á hlađvarp úr ýmsum áttum (međal annars efni frá Rás 1) en ţađ eru forréttindi ađ geta kveikt á útvarpi og fengiđ í hausinn: Áfram kristmenn, krossmenn, sungiđ hástöfum í morgunţćtti KK eđa Ísland úr Nató (kátt lag: Waltzing Mathilda) úr einum af hinum frábćru Hljóđrásarţáttum nú í sumar. KK spilar líka Zappa reglubundiđ.

Oft vakna ég, morgunsvćfa konan, milli klukkan sex og sjö á morgnana ţegar morgunhressi mađurinn minn er á leiđ til vinnu eđa annarra morgunstarfa, og set á útvarpiđ á. Svo fer ţađ á ýmsa vegu hvort er svo sofnuđ aftur eđa nć Arthúri Björgvin á ţriđjudögum kl. 8:05 eđa Boga á fimmtudögum kl. 7:33. Annars er bara ađ spila ţađ eftirá. 

Nú á ég auđvitađ skemmtilega spilunarlista á Spotify og nota alls konar efni á YouTube, en ekkert jafnast á viđ ađ detta ofan í eitthvađ sem ég hefđi aldrei haft fyrir ađ finna mér sjálf til, ţótt ég sé ólöt viđ ţađ. 

Margir sakna fyrri tíma hjá útvarpinu og allra ţáttanna sem hurfu, ţegar nýir ţćttir voru sí og ć teknir yfir ţá gömlu, enda gćđasegulbönd dýrt spaug. Ég var svo lánsöm ađ vera mjög virk í dagskrárgerđ hjá RÚV sem ţá var eitt og allsyfirráđandi á árunum 1979 til 1983 og svo af og til eftir ţađ allt fram á ţessa öld. Nú dett ég inn í ţćtti sem ađrir sjá um, kannski svona á tveggja-ţriggja ára fresti. Og ţótt fćstir noti nú orđiđ okkar úrvalsliđ tćknimanna, einstaka gerir ţađ, ţá get ég fullyrt ađ margt er gríđarlega vel gert, gott, frumlegt, skemmtilegt og spennandi og enn ađ finna í dagskrárgerđ Rásar 1. 

Rétt áđur en nýju útvarpsstöđvarnar voru ađ koma á sjónarsviđiđ var eitt af verkum mínum í blađamennsku ađ skrifa stöku sinnum dagskrárumfjöllun í DB/DV. Međfylgjandi er ein slík, skrifuđ međan ég hélt ekki ađ ég mundi vinna meira fyrir útvarpiđ. Sem betur fór reyndist ţađ rangt. Hér er orđiđ ,,skranbúđ" notađ sem gríđarlegt hrósyrđi vegna ţess ađ einhver skólafélagi minn sagđi um einn skemmtilegasta og hćfileikaríkasta kennarann sem kenndi okkur sagnfrćđi, Ólaf heitinn Hansson: ,,Mér ţćtti gaman ađ sjá í heilann á honum, hann er eins og skranbúđ". Ţetta var greinilega illa meint, enda manneskjan meira á ţeirri línu ađ vilja ađ fólk vćri sérfrćđingur í breiđum sérhljóđum í Austur-Skaftafellssýslu, en ađ ţađ vissi hvađ vćri ađ gerast í gervöllum heimininum í fortíđ, nútíđ og framtíđ. Í ţví var Ólafur flestum öđrum mönnum snjallari. En ţađ er efni í ađra fćrslu. 2025-07-21_19-36-45


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband