Bloggfćrslur mánađarins, mars 2017

Klíp í rass

Heyrđi á tal tveggja karlmanna um fertugt. Ţeir voru ađ rćđa um og fannst óskaplega fyndiđ ađ Salka Sól skyldi kvarta undan ţví ađ einhverjir karlar vćru ađ klípa hana í rassinn. Ţeir féllu nokkra kílómetra í áliti hjá mér og ég býst ekki viđ ađ tala viđ ţá aftur. Vitur kona benti mér reyndar á ađ međ ţessu tali vćru ţeir annađ tveggja, ađ reyna ađ epsa kvenréttindakonuna upp eđa reyna ađ ganga í augun hvor á öđrum (ekkert endilega kynferđislega), sem sagt ađ spila sig stóra karla. Ţar sem ţeir vissu ekki af ţví ađ ég varđ vitni ađ ţessu samtali ţeirra, né nokkur annar/önnur, ţá ćtla ég ađ seinni skýringin sé hárrétt.

En hvađ um ţađ. Kvartađi á ofurverndađri Facebook-síđu sem ég hleypi ađeins völdum vinum og ćttingjum á. Ekki stóđ á góđum ráđum og upprifjunum. Mér var međal annars ráđlagt ađ klípa í rassinn á ţeim, en tilhugsunin um ţađ olli mér alvarlegri klígju, svo ég mun ekki gera ţađ. En einhverjum bjöllum hringdi ţetta nú samt í huganum og allt í einu mundi ég hvers vegna.

Ţađ var veturinn 1984-1985 ađ ég játa ađ ég hló eitt sinn ađ rassaklipi. Varđ sem sagt vitni ađ ţví ađ valdamađur nokkur, ungur og fjallmyndarlegur, laut yfir afgreiđsluborđ í húsakynnum ţar sem hann var hćstráđandi. Og skúringakonan, rúmlega miđaldra, látlaus kona, gerđi sér lítiđ fyrir og kleip hann svo hressilega í rassinn ađ hann spratt upp eins og gormur. Viđ sem í kring vorum gátum ekki haldiđ aftur af hlátrinum. Stikkorđ: Valdastađa, aldur og kyn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband