Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012
LOFTORKA - verktakafyrirtćki 50 ára í dag
16.3.2012 | 19:53
Verktakafyrirtćki 50 ára! Ţađ er ótrúlegt en satt, Loftorka er 50 ára í dag. Verktakafyrirtćki hafa sannarlega átt undir högg ađ sćkja, ekki síst undanfarin ár, og ţví er merkilegt ađ fá ađ fagna ţví ađ eitt ţeirra skuli nú vera orđiđ 50 ára. Upp á ţađ var haldiđ í dag, ţar sem starfsmenn, makar og velunnarar og samstarfsađilar fögnuđu saman.
Mér er máliđ vissulega skylt, og reyndar bćđi ljúft og skylt, ţví ţađ er tengdamóđir mín, Sćunn Andrésdóttir, sem á ţetta merkilega fyrirtćki og er stjórnarformađur ţess ţrátt fyrir ađ eiga ađ vera komin í rólegheit fyrir aldurs sakir fyrir löngu. Fyrir 50 árum stofnađi tengdafađir minn, sem alltaf var kallađur Sigurđur í Loftorku, ţetta fyrirtćki ásamt mági sínum, bróđur Sćunnar, Konráđi. Fyrirtćkiđ varđ síđar ađ tveimur, Loftorku, Reykjavík og Loftorku Borgarnesi međ ákveđinni verkaskiptingu og fóru ţeir mágar lengst af fyrir hvoru fyrir sig. Fyrsti starfsmađur Loftorku, Indriđi Björnsson, var mćttur í afmćliđ í dag ásamt ţeim systkinunum Sćunni og Konráđi.
Lukka Loftorku er sterkur kjarni starfsmanna sem hefur ađ stórum hluta starfađ í mörg ár hjá fyrirtćkinu og hefur bćđi ţekkingu, reynslu og dugnađ til ađ gera fyrirtćkiđ ađ ţví sem ţađ er í dag. Ţetta var stór dagur hjá okkur mörgum í dag.
Heimasíđa Loftorku, Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóđ | Facebook