Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Hinn árlegi útskrifarskjálfti?
29.5.2009 | 22:13
Í fyrra var ég of upptekin að halda útskriftarfyrirlesturinn minn og ætlaði að reyna að ,,hrista af mér" jarðskjálftann. Einhverjir á fyrirlestrinum yfirgáfu stofuna í VR II en ættingjar og vinir sátu kyrrir og biðu eftir að ég gæti þess að ég hefði alveg fundið skjálftann, sem ég neyddist á endanum til að gera.
Núna lá ég í makindum í gula sófanum og hlustaði á sjónvarpsþátt sem Hanna mín elskar, alger fíflagangur, þegar þessi hressilegi skjálfti fannst og heyrðist vel. Og nýkomin út útskriftarveislu Lindu systurdóttur minnar. Við mæðgur ræddum fram og til baka mögulega staðsetningu skjálftans og vorum sammála um að hann væri nálægt, Hanna veðjaði á Krýsuvík. Meðan gamla handsnúna heimatölvan var að hlaða upplýsingum um skjálftann varð gisk Hönnu orðið nokkuð nákvæmt.
Jörð skalf við Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meirihluti Breta er semsagt andvígur verunni í ESB en vonlaus um að úrsögn sé möguleg
29.5.2009 | 00:21
Mér finnst merkilegt að Bretar skuli vera að meirihluta ósáttir við aðildina að ESB, eða hvernig er öðru vísi hægt að skilja þessa frétt:
,,Könnunin bendir til þess að hlutfall þeirra, sem telja ESB-aðild Bretlands af hinu góða, hafi lækkað úr 43% í 31% frá árinu 1995. Hlutfall þeirra, sem telja aðildina slæma, hefur hækkað úr 30% í 37% á sama tíma."
En þegar spurt er hvort fólk vilji úr ESB þá lýsir niðurstaðan vonleysi, aðeins 21% vilja að Bretar stígi það stóra skref að segjasig úr ESB, það er að vísu næstum helmingsfjölgun frá 1995 en engu að síður sláandi niðurstaða í ljósi hinnar niðurstöðunnar.
Aukin andstaða við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook
Hreyfing í mikilli sókn gegn þröngsýni og trúarofstæki ESB-sinna
21.5.2009 | 00:49
Heimssýn opnar útibú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig verður vorið? Ný könnun á bloggi í fríi.
6.5.2009 | 01:39
Myndlist meðan beðið er
5.5.2009 | 00:16
Set inn nokkrar myndir frá liðnum vetri meðan ég bíð eftir að hafa tíma til að blogga af einhverju viti (hvenær sem það nú verður). Kannski er ég búin að birta einhverjar þeirra áður. Málaði sjálfsagt um 40-50 í vetur auk þess að taka smá grafíkrispu. Stefni að því að halda einhvers konar sýningu, vinnustofusýningu eða annað, fljótlega. Læt vita þegar nær dregur.