Flottur fundur Heimssýnar og óskaplega falleg tónlist Atla Heimis

Heimssýn hélt fullveldisfagnađ í dag í Salnum í Kópavogi. Mjög góđur fundur og ekki spillti ađ frumflutningur Gunnarshólma eftir Atla Heimi Sveinsson heppnađist einstaklega vel. Fífilbrekkuhópurinn er einstaklega glćsilega skipađur og Atli Heimir er tónskáld sem ég hreinlega dái og er ţó sannarlega góđu vön sem Álftnesingur ţar sem mörg af okkar bestu tónskáldum búa. Veit ekki hvort allir átta sig á öllum ţeim lögum sem Atli Heimir hefur samiđ og eru orđin almenningseign vegna ljúfleika - Snert hörpu mína sennilega eitt af ţeim ţekktari. Ţađ er eitt fallegasta lag í heimi. En ég er reyndar líka afskaplega hrifin af annarri tónlist Atla Heimis líka, ţeirri sem kannski útheimtir ađeins annars konar hlustun. Svona ţegar ég er ein heima set ég stundum í spilarann ,,nútímatónlist" ekki síst Atla Heimi og Karólínu, ţví ég nýt ţess betur ađ hlusta á tónlist ţegar hún fyllir allt rýmiđ í kring um mig (heyrnartól eru ekki alltaf í uppáhaldi) og er allt of löt ađ fara á tónleika - helst hérna heima á Álftanesi ađ ég dríf mig einstaka sinnum. 

Ađ undanförnu hefur veriđ alveg ótrúlega margt ađ gerast á vegum Heimssýnar, en ţađ sem ég fann svo vel í dag var hvađ mismunandi viđburđir á vegum Heimssýnar lađa ađ sér margbreytilega hópa. Hlýnađi um hjartarćtur ađ sjá baráttufélaga sem ég sé sjaldan ella og er svolítiđ kát yfir ţví ađ sjá hverjir standa í ţessari baráttu um fullveldiđ sem Guđmundur Hálfdánarsonvar ađ upplýsa okkur um ađ Íslendingar hafi alla tíđ veriđ dauđhrćddir um ađ missa. Ţar sem ég missti af fundinum međ honum í hádeginu í dag vegna annars fundar og heyrđi bara útvarpsviđtal ţekki ég ekki allar hans röksemdir enn en grunar ađ viđ séum ekki sammála um allt, en ţetta tiltekna atriđi get ég tekiđ undir.

Ţar til ég set inn efni sem tilheyrir erindinu skelli ég ţessu lánsefni af YouTube inn:

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband