Kaffi og landafrćđi - myndlistarsýningin mín á Café Rót
28.11.2009 | 23:26
Í dag var ég ađ hengja upp fjórđu einkasýninguna mína á árinu, á Café Rót í Hafnarstrćti. Á morgun milli kl. 14 og 16 verđur ţó ađeins ţriđja opnunin mín ţví skvass- og tennismyndirnar mínar í Veggsporti eru ađeins óformlegri sýning en hinar. Síđustu fimmtán mánuđi hef ég málađ meira en alla ćvina fram til ţessa, ţađ var eins og einhver stífla brysti ţegar ég byrjađi aftur í september í fyrra. Ţá hafđi liđiđ óvenjulangt á milli ţess ađ ég sinnti myndlistinni almennilega og greinilega eitthvađ sem safnast hafđi upp og ekkert lát á ţví. Ţessi sýning er međ smá enduróm af fyrstu sýningunni minni í sumar, litlu kaffibollamyndirnar mínar halda áfram ađ fćđast. En hins vegar er meginţema sýningarinnar yfirstćrđ af ađeins leiđréttum landakortum. Hálfgerđar gátur. Ţađ er gaman ađ hengja myndir upp á Café Rót, sem er flottur stađur međ alls konar húsgögnum og mjög dýnamísku mannlífi, ţar hef ég rekist á byltingarsinna og broddborgara, fariđ á fundi en ţví miđur ekki enn ađ dansa tangó eđa Lindýhopp, ţví ţađ kann ég hreinlega ekki. Mergjuđ hljómsveit ađ ćfa í morgun ţegar ég var ađ hengja upp, ţví ţarna er líka samastađur mjög framsćkinna rokkhljómsveita. Sem sagt fjölbreytt umgjörđ fyrir myndirnar mínar. Lýsingin er engin sýningarlýsing, en ég hef svo sannarlega gaman af ţví ađ glíma viđ umhverfiđ ţarna, ţetta er miklu líkara ţví sem gerist ţegar myndirnar komast í eigu annarra en mín og á veggi alls konar íbúđa. Sýningarhúsnćđi er stundum einum of sterilt, ţetta er ţađ svo sannarlega ekki.
En sem sagt skrýtin landakort og kaffibollar fyrir alla á Café Rót í Hafnarstrćti (húsiđ viđ hliđina á Rammagerđinni og ská á móti Heimssýnarskrifstofunni ţar sem ég hef veriđ löngum stundum undanfarnar 5-6 vikur).Og ţiđ eruđ auđvitađ öll velkomin á morgun milli 14 og 16 eđa á öđrum tíma í desember, en sýningin er opin út mánuđinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook