Tímamót í sögu Heimssýnar

heimssyn-merki.pngÁ liðnum degi voru tímamót í sjö ára sögu Heimssýnar á aðalfundi samtakanna. Samtökin eru liðlega sjö ára og aldrei stærri. Ragnar Arnalds, sem hefur verið formaður frá stofnun Heimssýnar, sagði af sér formennsku en situr áfram í stjórn og við tók Ásmundur Einar Daðason en varaformaður var kjörin Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Að undanförnu hafa verið stofnuð Heimssýnarfélög á 11 stöðum á landinu og fleiri félög eru í undirbúningi. Þá er Heimssýn bæði virk hér á blogginu þar sem Heimssýnarbloggið lifir góðu lífi og með vefsíðuna heimssyn.is.

Nýjasta og sprækasta viðbótin er Facebook-síða Heimssýnar www.facebook.com/heimssyn en þaðan bárust fréttir af fundinum jafnóðum og þær urðu.

Svo eru auðvitað fjölmargir öflugir bloggarar að blogga um ESB-málin og nokkrir þeirra gengu til liðs við stjórn Heimssýnar á aðalfundinum, má þar nefna Vilborgu Hansen bloggvin minn og Harald Hansson, sem hefur verið sérlega öflugur að undanförnu í umfjöllun sinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband