Obama hjá Jay Leno líka

Ótrúlegt hvað við erum óvön því að bandarískur forseti hegði sér (opinberlega) öðru vísi en fyrirrennararnir. Sennilega þarf að fara aftur til forsetatíðar Kennedys til að sjá eins miklar breytingar á ,,stíl" forseta og þegar hafa orðið á stuttum valdatíma Obama. Hann mætir til Jay Leno (sýnt á Skjá einum í kvöld) og er ferlega fyndinn en kemur samt að alvarlegum málum með sannfærandi hætti. Hann talar við geimfara í geimstöð í sömu viku, ekki eins óvænt, en samanlagt er augljóst að nýr stíll fylgir honum. Klárlega skiptir stíllinn engu máli samanborið við það sem hann er að gera, en það sem engu að síður er að koma í ljós er að hann gerir sér grein fyrir þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu og velur hluta af þeim (Facebook og spjallþætti) til að ná til fólks, og það virðist virka.

Mér líkar húmorinn hans og hef hann grunaðan um að bera ábyrgð á honum sjálfur (spurður um hvers vegna hundurinn sé ekki kominn í Hvíta húsið: Þetta er Washington - þetta var kosningalorð!).


mbl.is Obama hringdi út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband