Nei, L-listinn er ekki Ástþór

Fékk skelfingu lostið símtal áðan. Best að árétta það strax: L-listinn er ekki Ástþór og co. heldur eru þeir Bjarni Harðarson, fyrrverandi Framsóknarmaður og séra Þórhallur Heimisson meðal stofnenda þessa kosningabandalags og fljótlega eftir að það framboð fór að spyrjast vildi svo til að fólk sem ég met mikils (og hef þó ekki getað dregið til okkar Vinstri grænna, líklega vegna þess að það er of nálægt miðju) gekk til liðs við hópinn, þeirra á meðal Guðrún á Guðlaugsstöðum, sem aldrei hefur fyrr blandað sér í landspólitíkina. Þetta er hér með tekið fram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Gætirðu útskýrt innihald þessarar bloggfærslu nánar?

"Fékk skelfingu lostið símtal áðan. Best að árétta það strax: L-listinn er ekki Ástþór og co.  ...."

Hvað er átt við með þessu og þessari tilvitnun til mín?

Ástþór Magnússon Wium, 18.3.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vinur minn sem hringdi í mig hélt að L-listinn væri framboð með þig í fararbroddi og fannst það skelfilegt að ég væri að benda fólki utan Vinstri grænna á að skoða þann valkost. Hér með leiðrétt, L-listinn er á annarra vegum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.3.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

 

X-L : Hugsum stórt!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2009 kl. 13:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband