Ef þið kjósið ekki Vinstri græn eigið þið samt góðan valkost

L-listinn fer vel af stað og teflir fram góðu fólki í þessum tveimur kjördæmum, Suðvestur og Norðvestur. Ef ég væri ekki jafn ánægð með mitt frábæra Vinstri græna fólk og stefnu og raun ber vitni myndi ég líklega eiga valkost nú engu að síður. Enginn hinna flokkanna kæmi til greina hjá mér, ekki einu sinni íhugunar og ég get vel unnt þeim sem einhverra hluta vegna eiga ekki samleið með okkur Vinstri grænum að geta kosið gott fólk með góða stefnu í velferðar- og Evrópusambandsmálum. Þórhallur er vel þekktur á mínu heimasvæði og Guðrúnu hef ég lengi þekkt, hún hefur alltaf verð gallhörð Framsóknarkona, en réttlætiskenndin rak hana endanlega úr flokknum og ég tel að bæði hún og L-listinn séu í góðum félagsskap hvort af öðru. Hún er skarpgreind og heiðarleg og eins og hún á (Guðlaugsstaða)-kyn til hefur hún fylgst geysivel með þjóðmálum frá því í æsku.
mbl.is L-listinn teflir fram sr. Þórhalli og Guðrúnu í Kraga og NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott Anna að þú sért ánægð með VG, er reyndar hissa á að sú hrifning hjá þér hafi ekki eitthvað minnkað eftir að þeir komust í stjórn. Eru ekkert að gera og ekki með neinar lausnir, var reyndar vitað fyrirfram. Því áður en þeir fóru í stjórn voru þeir spurðir hvað á að gera, EKKERT svar.
 

haukur gunnarsson 18.3.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fór á mjög áhugaverðan fund um húsnæðismál og efnahagsmál í víðu samhengi um daginn og ég er bara alls ekki sammála þér um að engin svör séu gefin, hins vegar er þessi ríkisstjórn að gera það sem sú fyrri hefði átt að gera, að afla upplýsinga um ástandið, því það er verr farið en heima setið ef ætt er út í aðgerðir sem ekki standast lög og réttlæti. Ég er líka alveg sannfærð um að þessi ríkisstjórn á framtíðarlíf fyrir höndum og fær til þess umboð áfram.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2009 kl. 18:58

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Veistu Anna.  Þú verður alltaf velkomin hjá okkur L-listafólki. 

Axel Þór Kolbeinsson, 18.3.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Axel, en ég erhamingjusamlega vinstri græn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2009 kl. 20:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband