Óþarfa hótanir en sumir virðast reiðubúnir til þess að setja ESB ofar velferð

Samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka gengur vel. Ég skil ekki hvað Björgvin gengur til með þessu útspili sínu. Sé ekki betur en ef hann er talsmaður Samfylkingarinnar, sem ég reyndar efast um, þá sé hann að henda öllum hugsjónum um velferðarríkisstjórn út um gluggann og boði til uppboðs þar sem taka þá tilboði þess sem best býður í Evrópusambandsmálum, án tillits til annarra mála, sem núverandi ríkisstjórn er að einbeita sér að og þyrfti svo sannarlega að fá að halda áfram sínum góðu verkum án þess að fá svona hótanir yfir sig.
mbl.is Ný ríkisstjórn um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ESB stendur sem heild fremst allra ríkjahópa bakvið þróun velferðarsamfélgsins.

Íslensk þjóðremba og ýmsar útgáfur af fasískri þjóðernishyggju hafa verið ódeig við að hella hræðslu- og lýgiáróðri yfir þjóðina í hvert sinn sem ESB aðild kemst til umræðu og því miður hefur það í 15 ár komið í veg fyrir að aðild að efnahagslegu varnarbandlagi Evrópuþjóða - ESB, hafi almennilega komist á dagskrá íslenskra stjórnmála með þeim afleiðingum sem nú blasa við okkur. Ef við hefðum haft fast land undir fæti með evru og skjól af ESB-aðild hefði „stormurinn“ ekki haft þær afleiðingar sem nú blasa við okkur þó hann hefði gengið yfir eftir sem áður.

Enginn vafi er t.d. að hér ætti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ekkert erindi með valdi sínu, skilyrðum og ofurlánum til bjargar krónunni ef okkur hafði borið gæfa til að ganga til liðs við ESB og taka upp evru þegar aðrar EFTA-þjóðir gerðu það.

Ábyrgð fanatískra ESB-hatara sem ekki vilja einu sinni að þjóðin fái að komast að hvað er í boði við samningaborð ESB er því skuggaleg. Þeir eru allir hásetar hjá Ahab skipstjóra á skútu hans í blindum eltingleik við einkahgsmuni sína og einkagróða.

 Kristjan er Ahab2

Helgi Jóhann Hauksson, 11.3.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Við hin erum nauðugir farþegar á skútu Ahabs skipsstjóra.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.3.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

... og skútan er auðvitað þjóðarskútan.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.3.2009 kl. 17:58

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Afstaða mín til Evrópusambandsins byggist hvorki á hatri né rembu en málflutningur hér að ofan er frekar hvimleiður, það er auðvelt að saka aðra um rembu og hatur en birta það sama í eigin málflutningi. Við getum verið ósammála um afstöðuna til Evrópusambandsins án þess að detta í slíkan pytt. Það sem ég er að gagnrýna Björgvin fyrir er að setja ESB-aðild ofar þeim góðu verkum sem núverandi ríkisstjórn er að framkvæma og nánast leita eftir yfirboðum Sjálfstæðisflokksins í samstarfið við Samfylkinguna, sem samkvæmt þessari sýn er falt fyrir þennan aðgöngumiða.

Svo vona ég að málefnalegri umræða um ESB verði í aðdraganda að þjóðaratkvæðagreiðslu, ef til hennar kemur. Gífuryrði eru ekki rök.

Ég vil biðja fólk enn og aftur að virða almenna kurteisi í umræðum hér á blogginu mínu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 18:02

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Spurning hvort menn þora að sjá hvaða niðurstöður aðildarviðræður myndu raunverulega bjóða uppá og leyfa fólki að taka afstöðu til þess.

- Sjálfur get ég alveg ímyndað mér samning sem ég gæti ekki fallist á en það væri reyndar samningur sem væri miklu lakari en allt sem égveit um ESB og ríkin 27 sem nú eru aðilar.

það er að mínu mati ekki ásættanlegur málflutningur að halda fram staðhæfingum um hvaða afleiðingar aðild Íslands hefði fyrir Ísland t.d. um sjálfstæði og fullveldi sem ekki eru í neinu samræmi við veruleika þeirra 27 þjóða sem þar eru fyrir t.d. Dana sem hafa hafa verið aðilar í yfir 30 ár.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.3.2009 kl. 18:23

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hafa ekki nýlegar  kananir sýnt að háttí helmingur (40% minnir mig) þeirra er hugsa sér að kjósa VG, vilja að Ísland verði aðili að ESB.

Mér finnst það mikið miðað við að forystumenn hafa verið mjög eða frekar andsnúnir. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 18:33

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ekki alveg rétt munað varðandi VG, þetta eru um 35% kjósenda og einnig eru 23% Samfylkingarfólks á móti aðild að ESB.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 19:28

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér lýst ágætlega á þessa nefnd og tel hana góða til að vinna að lausnum varðandi Ísland og Evrópu. Ég trúi að niðurstaða nefndarinnar verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 20:01

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég skil heldur ekki hvaða rök það eru að segja að Björgvin setji ESB reglur fram yfir velferð. Vandamálið í Íslenskri pólitík að ef einhver mál sem raunverulega skipta máli í grundvallaratriðum einsog ESB aðild þá er byrjað að tala í út og suður um að það séu nú önnur mál brýnni ogsv frv. Til dæmis þurfi að "bjarga heimilunum". Til þess að skammtíma lausnir séu gerðar af einhverju viti þarf að hafa langtíma sýn á hlutina. Afnám verðtryggingar og ný mynt er slík sýn. Í henni felst því miður fyrir þá sem það vilja, ekkert annað en aðild að ESB. Og fyrir mitt leyti geng ég ekki með neinar grillur um einhverja rosalega hagstæða sér samninga bara fyrir Íslendinga. Auðvitað ganga menn sem sjálfstæð þjóð í bandalag annara sjálfstæðra þjóða með óbundið fyrir augun og taka þar á málunum eftir þeim leikreglum sem þar gilda. Við munum hvort eð er ekki utan sem innan ESB komast hjá því að fara að fullu og öllu eftir því sem þar verður ákveðið ef það á annað borð telst einhverju máli skifta bandalagið. Þannig er það í dag og þannig verður það um ófyrirséða tíma. Við erum lítil þjóð hvort sem við erum innan eða utan bandalagsins og við smækkum ört með hverjum deginum sem líður....( hinsvegar tel ég fullvíst að ESB andstæðingar geti um langt skeið haldið uppi málþófi gegn bandalagsaðild og þá er framtíð okkar ekki björt alein í vondum voða vondum heimi kaldrifjaðra hagsmunaafla sem gefa ekki fimm flata fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.)

Gísli Ingvarsson, 11.3.2009 kl. 23:17

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ný mynt er raunar að hlutai til önnur umræða en aðild að ESB, sumir blanda þessu saman viljandi til þess að villa um fyrir fólki og reyna að sannfæra það um að við fáum nýja mynt við það eitt að ganga inn í ESB, sem er auðvitað fjarri lagi, því við eigum langt í land með að uppfylla skilyrði Maastricht sáttmálans og höfum raunar aldrei uppfyllt þau öll í senn. Sumir andstæðingar ESB eru reyndar fylgjandi nýrri mynt, eins og fram hefur komið.

Hins vegar er ég sammála því að horfa fram í tímann og þróun ESB er eitt af því sem við verðum að vera vakandi fyrir og innan ESB er það almennt viðurkennt að hún sé í átt til minnkandi lýðræðis - þrátt fyrir vilja til hins gagnstæða. Til hvers er lýðræðisbylting þá. Jafnframt eru að koma inn ákvæði sem tryggja stóru ríkjunum og ,,gömlu" ESB ríkjunum sterkari stöðu en fyrr og var þó ekki á það bætandi. Þetta er á kostnað litlu rikjanna og nýju ríkjanna.

Andstaða fólks við ESB er á ýmsum forsendum, ég tel að áhrifaleysi hins almenna borgara sé það alvarlegasta sem við ,,fengjum" með ESB-aðild, þar tala staðreyndir sínu máli þar sem þátttaka í kosningum til valdalítils Evrópuþings er frá 20-50% í aðildarlöndunum og fer minnkandi. Margt fleira veldur afstöðu minni og ég hef verið að fjalla um það í ræðu og riti af og til. 

Enginn sagði að þetta væri einföld umræða og fátt eins varasamt og að reyna að láta í veðri vaka að svo sé og er greinilega ekki ein um þá skoðun.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 23:59

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Anna, lítil kosningaþátttaka eykur mátt hvers atkvæðis og því áhrif hvers þess sem tekur þátt og lætur sig málin varða. Svo það eru í besta falli tvíeggjuð rök hjá þér.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.3.2009 kl. 00:17

12 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég þakka Önnu að svara mér og því vil sýna þá kurteisi að svar henni. Það sjónarmið að mynt og ESB séu aðskildar umræður þá eru þær það einungis ef menn ætla að segja skilið við ESB og þá EES líka. Þá er ég með og ætla ekki að mótmæla. Séu menn hinsvegar ekki tilbúnir til að ganga svona langt þá tel ég að við eigum enga aðra kosti en Evru. Auðvitað tekur það tíma og það yrði harður kúrs í efnahagsstjórnun ef það markmið ætti að nást. Það myndi þurfa að gerbreyta viðhorfi okkar. Ég skil líka að íslendingar séu ekki tilbúnir til að fara þá leið sem krefst sjálfsögunar til langs tíma litið. Kannski er það þverbrestur okkar andlega lífs sem þjóðar að við viljum fá gæðin fyrirhafnarlaust. Það er ekki í okkar eðli að fórna neinu nema til skamms tíma. Hagvöxtur hér verði hægari en við höfum átt að venjast. Bara til að ná markmiðum efnahasbandalagsins um peningastjórnun. Hin leiðin að halda áfram einsog við höfum gert "hjálparlaust" verður hinsvegar til að vil munum missa sjálfstæði okkar til auðhringja og fjármálastofnana á þeirra vegum. Hin "ósýnilega hönd" markaðarins mun kaupa auðæfi okkar og setja okkur þau skilyrði sem við getum ekki hafnað nema flytjast héðan. Að þessu leyti er ESB einasta garantíið um langa framtíð að við fáum að halda haus. Ég skal fúslega viðurkenna að tímar sem þessir reyna á innviði bnandalagsríkja ESB, en við skulum vera svo hreinskilin í hjarta að biðja til guðs að það leysist ekki upp núna. Það kæmi okkur afar illa með beinum hætti er ég ansi hræddur um. Svipað og ef styrjöld skylli á. Nema núna erum við ekki hernaðarlega mikilvæg.

Gísli Ingvarsson, 12.3.2009 kl. 10:39

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvað með að hætta að ræða aukaatriðin og fara að ræða hvernig við eigum að bregðast við kröfum AGS-áætlunarinnar um að halli ríkissjóðs verði skorin niður um 90 milljarða á fjárlögum 2010. Slíkur niðurskurður gæti valdið fækkun starfa hjá ríkinu um tugþúsundir án þess að einkageirinn sé að neinu leiti að fara að taka við þessu fólki. Hvernig á þetta að vera hægt án þess að samfélagið okkar hrynji? Ef stjórnmálamenn fara ekki að taka þessi mál fyrir mun fjárlagafrumvarpið sem kemur eftir hálft ár valda uppreisn í landinu. Búsáhaldabyltingin getur hratt orðið að frönsku byltingunni ef við hugum ekki að því að taka á atvinnuleysinu hér og nú.

Héðinn Björnsson, 12.3.2009 kl. 11:17

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Héðinn fyrir að taka upp þráðinn sem ég er alltaf að reyna að troða inn í umræðuna: Snúum okkur að aðalatriðinunum. Nóg er af þeim og það sýnu alvarlegast sem þú ert að ræða!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.3.2009 kl. 15:18

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það var einmitt þess vegna sem ég varð svo pirruð á því að sjá að Björgvin virtist ætla að setja ESB-málin á uppboð - hver býður best í þeim málum? en líta alveg framhjá því að hér er mjög erfitt og alvarlegt verk að vinna og veitir ekki af því að beina allri orkunni í það. Ef ekki verður rétt staðið að niðurskurði og allra leiða leitað, líka hinna flóknu og smáu, í stað þess að halda að til sé einhver einföld ,,allsherjarlausn" þá blasir við ógnvænleg staða. Ég er sannfærð um að gróflega talið þá má finna helminginn af þessum niðurskurði með því að skera niður bruðl og vitleysu í kerfinu og það er fólk sem vinnur innan þess sem enn veit um margt sem er miður gert og umfram eytt. Ein og ein stærri summa er þarna einnig, leggja niður Varnarmálastofnun er eitt af því. En flatur niðurskurður, billegar lausnir, það er stórhættuleg stefna! Tekjuaukning á móti niðurskurði verður að dekka hinn hlutann og tímabundin útgjöld strax á vormánuðum í slík verkefni geta verið fljót að tikka inn í auknum tekjum ríkissjóðs af betri hag fólks, veltusköttum sem öðru.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.3.2009 kl. 15:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband