Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Forval VG í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi - Ögmundur víkur fyrir Guðfríði Lilju og ætlar að vinna eitt sæti enn
9.3.2009 | 17:07
Í seinustu kosningum vann Ögmundur Jónasson þingsæti fyrir VG í Suðvesturkjördæmi, sem er rótgróið íhalds- og kratakjördæmi. Nú ætlar hann sér að vinna eitt þingsæti enn og sækist eftir öðru sætinu fyrir sjálfan sig og fyrsta sætinu fyrir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, sem er mjög spennandi valkostur. Núa á ég loksins kost á því sjálf að kjósa í forvali VG og ætla sannarlega að skemmta mér vel yfir því að raða á góðan og sigurstranglegan lista næstkomandi laugardag.
Og svo á Elísabet systir afmæli í dag ;-)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Ögmundur "rokkar". - Vonandi tekst honum að ná þrem þingmönnum inn, ég yrði ekki hissa.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.3.2009 kl. 18:32
Til hamingju með systurina. Ég skellti afmæliskveðju á Facebook-síðuna hennar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2009 kl. 19:31
Guðfríður Lilja og Ögmundur yrðu frábært tvíeyki í Kraganum. Fáir, ef nokkrir, eru betri málsvarar þeirra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er mál til komið að breyta til. Undanfarna tæpa 2 áratugi hefur réttur hins stóra til að traðka á hinum smáa verið aðalinntakið í stefnu stjórnvalda. Besta leiðin til jöfnunar í samfélaginu er að kjósa VG í vor. Baráttukveðja.
Sigurður Sveinsson, 10.3.2009 kl. 09:07
Til hamingju með VG og stystur þína.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2009 kl. 10:21
Líst vel á þá röð þótt ég hafi smá áhyggjur af að Guðfríður Lilja sé kannski ekki nógu þekkt til að hala inn atkvæði í fyrsta sætinu. Ögmund líst mér þó vel á - hef trú á honum sem málsvara lítilmagnans. Já og til hamingju með systu
, 10.3.2009 kl. 21:36
Ég var að fá bæklinginn með frambjóðendunum inn um dyrnar. Þetta verður þrautin þyngri, ég færi létt með að merkja við 10 manns og þyrfti þá samt að sleppa góðum kostum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 00:07
Viltu að ég hjálpi þér?
Helga 11.3.2009 kl. 00:34
Já, takk, Helga!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 02:16
Ég mæli með Andrési lækni. Hann hefur sett fram mjög góðar hugmyndir í efnahagsmálum.
Héðinn Björnsson, 11.3.2009 kl. 13:32
Hef heyrt allt gott um Andrés, þú ert ekki sá fyrsti, Héðinn.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2009 kl. 22:36