Stígamótaheimsóknin á föstudaginn

Segja má ađ 8. mars hafi komiđ snemma ţetta áriđ ţví ţessi baráttudagur kvenna er jafnframt sá dagur sem í mínum minni tengist Stígamótum órjúfanlega. 8. mars 1990 voru samtökin stofnuđ og á föstudaginn var haldiđ upp á 19 ára afmćliđ.

Ţađ var skrýtiđ ađ horfa til baka til ótrúlega minnisstćđs fundar í kjallaranum neđst á Vesturgötunni - hvort ţađ var í húsi Stígamóta eđa innar í portinu í Hlađvarpanum get ég ekki gert upp viđ mig ţótt ég muni hvar í salnum ég sat. Ţarna voru ótrúlegar frásagnir ţolenda kynferđisofbeldis opnuđu augu margra fyrir ţví meini sem veriđ var ađ taka á og hefur veriđ hlutverk samtakanna ć síđan. Ég held ađ enginn sem ţar var staddur verđi nokkurn tíma samur. 

Síđan hefur margt gerst, umrćđan ţroskast, lagabreytingar orđiđ en ţví miđur hafa vandamálin sem viđ er ađ glíma ekki orđiđ minni. Mansal er stađreynd og ađrar hrćđilegar stađreyndir er fjallađ um í nýútkominni skýrslu Stígamóta sem komiđ er út og vćntanleg fljótlega á netiđ á www.stigamot.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir ţađ međ ţér ađ ţessum fundi gleymir mađur aldrei. Ţarna opnađist fyrir mér veröld sem ég hélt ađ vćri hvergi til. Og síđan hefur komiđ í ljós ađ ţessi andstyggilega veröld er andstyggilegri en kom fram á fundinum og sífellt bćtir ţessi andstyggilega veröld viđ sig enn andstyggilegum birtingarmyndum.

Helga 9.3.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var ţarna, ţetta var á ţeim tímum sem fólk vildi trúa ţví ađ á Íslandi vćri ekki kynferđisofbeldi.  Ţađ vćri bara í útlöndum og ég er ekki ađ grínast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 08:01

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nokkrum árum fyrr var ég ađ berjst fyrir ţví ađ Kvennaathvarfiđ fengi smá styrk frá Bessastađahreppi og ţá sagđi einn félagi minn í hreppsnefnd: - Já, en ţađ eru ekki konur ţarna frá ALFTANESI? Ég svarađi: - Ţú getur veriđ alveg viss um ađ ţađ eru konur ţarna frá Álftanesi eins og annars stađar frá, en ţú getur veriđ eins viss um ađ ţú fćrđ seint ađ vita ţađ.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.3.2009 kl. 11:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband