Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 403
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 339
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Stígamótaheimsóknin á föstudaginn
9.3.2009 | 00:42
Segja má að 8. mars hafi komið snemma þetta árið því þessi baráttudagur kvenna er jafnframt sá dagur sem í mínum minni tengist Stígamótum órjúfanlega. 8. mars 1990 voru samtökin stofnuð og á föstudaginn var haldið upp á 19 ára afmælið.
Það var skrýtið að horfa til baka til ótrúlega minnisstæðs fundar í kjallaranum neðst á Vesturgötunni - hvort það var í húsi Stígamóta eða innar í portinu í Hlaðvarpanum get ég ekki gert upp við mig þótt ég muni hvar í salnum ég sat. Þarna voru ótrúlegar frásagnir þolenda kynferðisofbeldis opnuðu augu margra fyrir því meini sem verið var að taka á og hefur verið hlutverk samtakanna æ síðan. Ég held að enginn sem þar var staddur verði nokkurn tíma samur.
Síðan hefur margt gerst, umræðan þroskast, lagabreytingar orðið en því miður hafa vandamálin sem við er að glíma ekki orðið minni. Mansal er staðreynd og aðrar hræðilegar staðreyndir er fjallað um í nýútkominni skýrslu Stígamóta sem komið er út og væntanleg fljótlega á netið á www.stigamot.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Tek undir það með þér að þessum fundi gleymir maður aldrei. Þarna opnaðist fyrir mér veröld sem ég hélt að væri hvergi til. Og síðan hefur komið í ljós að þessi andstyggilega veröld er andstyggilegri en kom fram á fundinum og sífellt bætir þessi andstyggilega veröld við sig enn andstyggilegum birtingarmyndum.
Helga 9.3.2009 kl. 00:49
Ég var þarna, þetta var á þeim tímum sem fólk vildi trúa því að á Íslandi væri ekki kynferðisofbeldi. Það væri bara í útlöndum og ég er ekki að grínast.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 08:01
Nokkrum árum fyrr var ég að berjst fyrir því að Kvennaathvarfið fengi smá styrk frá Bessastaðahreppi og þá sagði einn félagi minn í hreppsnefnd: - Já, en það eru ekki konur þarna frá ALFTANESI? Ég svaraði: - Þú getur verið alveg viss um að það eru konur þarna frá Álftanesi eins og annars staðar frá, en þú getur verið eins viss um að þú færð seint að vita það.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.3.2009 kl. 11:49