Skrýtiđ, kominn sunnudagur og enginn fundur. Sóttum listaverk Óla (blaut) á Kaffi Cultura áđan í hífandi roki en allt tókst ţađ nú samt, nema eitt verkiđ (af 12) fékk smá skell og verđur ögn lífrćnna en hin. Fékk hringingu, einn lítill og sćtur fundur á morgun og svo ćtla ég bara ađ taka lengri dag í verkefnum á morgun en tími hefur gefist til ađ undanförnu vegna funda. Stutt í nćsta fjör, um nćstu helgi get ég sjálf kosiđ í forvali VG - af ţví ég gat jú ekki kosiđ sjálfa mig í gćr ţá er gaman ađ geta kosiđ fríđan lista fyrir suđvestriđ í VG. Ţarnćstu helgi verđur landsfundur VG og mér finnst miklu varđa ađ vel verđi stađiđ ađ ESB-stefnu okkar ágćtu hreyfingar. Annars blanda ég mér ađallega í jafnréttis- og kvenfrelsismál hreyfingarinnar enda er ţađ minn grunnur í pólitík.
Stóru fréttirnar í íslenskri pólitík í dag tengjast Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ég vona ţađ heitt og innilega ađ ákvörđun hennar sé byggđ á ţví ađ hún vilji hlífa sér og safna kröftum en ekki ađ henni hafi versnađ. Mun fylgjast grannt međ. En stór er ţessi frétt óneitanlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hallast sjálfur ađ ţjóđaratkvćđagreiđslu um ESB og tel ţann kost vera hinn eina lýđrćđislega í stöđunni. Leiđar voru fréttirnar um Ingibjörgu, vona ég ađ hún nái sér fljótt og komi sterk til baka.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 20:05
Ég er mikil áhugakona um ţjóđaratkvćđagreiđslur, ţađ ţarf ađ finna ţví form sem er ekki of kostnađarsamt fyrir samfélagiđ og ég hef fulla trú á ţví ađ ţađ sé hćgt (sagt eftir góđar umrćđur viđ konu sem ég met mikils).
Varđandi stórar ákvarđanir af ţví tagi sem ađildarviđrćđur viđ ESB og enn frekar innganga í sambandiđ er, ţá tel ég ađ aukinn meirihluti sé skynsamlegasta leiđin viđ slíka ákvarđanatöku. Viđ höfum séđ atkvćđagreiđslur eins og um flugvöllinn í Reykjavík - sem leiđa ekki til neinnar niđurstöđu.
Ingibjörg Sólrún er óvenju sterk kona og núna vona ég ađ hún geti beint öllum sínum mikla styrk til ţess byggja sig upp.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.3.2009 kl. 20:11