Sátt og sæl: Stefnir í þrususterka lista VG í Reykjavík - er ekki í efstu sætunum og alveg hress með það - en endaleg röðun á morgun

Þátttaka í forvali VG í Reykjavík hefur eingöngu verið ánægjuleg lífsreynsla. Þótt úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á morgun, þegar utankjörstaðar- og vafaatkvæði hafa verið talin, þá er ljóst að listarnir í Reykjavík eru gott sambland af endurnýjun og traustsyfirlýsingum við okkar frábæru þingmenn og ráðherra. Það er sterkur kvennasvipur á listunum. Sjálf renndi ég mjög blint í sjóinn með hvaða fylgi ég ætti inni og fannst ég skulda þeim sem mest hafa hvatt mig áfram að láta á það reyna. Flest bendir til að mjótt sé á munum milli allmargra þeirra sem koma á eftir þeim sem tóku afgerandi forystu í efstu sætunum. Þau hafa hvert um sig hefur unnið góða sigra.

Katrín Jakobsdóttir er geysivel að því komin að hafa fengið afgerandi kosningu sem varla breystist úr þessu á toppnum því hún hefur tekið af mikilli röggsemi á sínum málaflokki á örstuttum tíma í ráðuneyti sínu. Og það er ekki minna virði að hennar fylgi endurspeglar mjög þessi 41% ungs fólks sem vill kjósa VG samkvæmt könnunum. Ég sagði um daginn í blogginu mínu: Kata rokkar! og ég endurtek það nú. Það fer ekkert á milli mála.

Mér finnst líka vænt um að sjá fólk sem var áberandi í búsáhaldabyltingunni og borgarafundunum skora hátt. Það fer ekkert á milli mála hverjir eiga hljómgrunn hjá VG. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú ekki brosað breitt því að í efstu 10 sætunum eru aðeins þrír einstaklingar af þeim 10 sem ég hefði viljað sjá þar og sumir  þar fyrir utan, því miður, því miður, því miður.

En er þetta endanlegur listi? Teflir VG ekki fram fléttulista? Svo er spurning hvort þeir sem náðu ekki tilætluðum árangri þiggi sætið sem þeir þó náðu?

Mér finnst hins vegar ánægjulegt að Atli náði fyrsta sætinu.

Að minnsta kosti tveir jafnvel fleiri einstaklingar sem eiga heima með ESB-sinnum í Samfylkingunni hafa af sérkennilegri ástæðu (sem þeir einir vita hver er) boðið sig fram fyrir VG, þ.e. flokk sem hefur verið eindregið á móti aðild Íslands að ESB. Það vekur upp ansi margar spurningar!?!?!?

Helga 8.3.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Tek undir með þér varðandi Atla. Ég tel að þessi listi sé sigurstranglegur og reyndar var ekki ákveðið að vera með fléttulista í Reykjavík að þessu sinni, þannig að ég býst ekki við að röðin breytist.

Varðandi aðild að ESB eigum við eftir að sjá hvort þessi uppröðun breytir einhverju um andstöðu VG gegn ESB, ég held að hún eigi mjög traustan grunn meðal vinstri grænna. Og ég mun að minnsta kosti beita þeim tækjum sem ég hef til þess að halda okkar fólki við efnið í þeim málum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.3.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Deili með ykkur áhyggjum af ESB afstöðu sumra sem nú eru að komast á dekk og er sár fyrir þína hönd að þú skulir ekki hafa náð ofar. Flokkssystkin því vita ekki hvað þau eiga - en ég átti alltaf von á að þú tækir þessu létt og af karlmennsku,- enda til lítils að vera í pólitík annars.

Bjarni Harðarson, 8.3.2009 kl. 16:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband